Aldrei fleiri lóðum úthlutað í Ólafsfirði

Aldrei fleiri lóðum úthlutað í Ólafsfirði

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur á fundi sínum þann 20 júní sl. samþykkt úthlutun fimm lóða á Flæðunum í Ólafisfirði. Mikil eftirspurn var eftir lóðunum en langt er síðan viðlíka úthlutun hefur átt sér stað í Fjallabyggð. Lóðirnar sem úthlutað var eru við Bakkabyggð og Mararbyggð í Ólafsfirði

Eftirtaldir aðilar fá fengu úthlutun við Bakkabyggð:

Bakkabyggð 4, Guðmundur Fannar Þórðarson
Bakkabyggð 6, Arctic Freeride ehf (úthlutun frestað til næsta fundar)
Bakkabyggð 8, Hrönn Helgadóttir.

Tveir aðilar sóttu um lóðina Bakkabyggð 8, Þau Hrönn Helgadóttir og Ólafur Meyvant Jóakimsson. Voru umsóknir settar í sitthvort ómerkta umslagið og tæknifulltrúa falið að draga eitt umslag.

Eftirtaldir aðilar fá fengu úthlutun við Mararbyggð:

Mararbyggð 41, Elín Sigríður Friðriksdóttir
Mararbyggð 43, Ásgeir Frímannsson

Verð lóða samanstendur af gatnagerðagjaldi (eingöngu innheimt ef um ófullgerðar götur er að ræða skv. gjaldskrá Fjallabyggðar) ásamt stofngjaldi vatns- og fráveitulagna. Einnig er greitt fyrir nýjan lóðarleigusamning og óafturkræft lóðarúthlutunargjald skv. gjaldskrá byggingarfulltrúa.