Áheitaleikur Trölla

Áheitaleikur Ferðafélagsins Trölla er í fullum gangi.

 

Reglurnar eru ósköp einfaldar. Þú giskar á dagsetningu og segir einnig til um klukkan hvað 40 kg. steinn dettur niður um ís á Ólafsfjarðarvatni, þó verða að líða 4 sólahringar frá því að þú giskar og þar til steinninn dettur niður. Steinninn er festur við fleka sem flaggar fána þegar steinninn dettur niður. Á sama tíma stoppar tímatökubúnaður okkar sem segir nákvæmlega til um hvenær steinninn datt niður. Þér er heimilt að giska eins oft og þú vilt en þarft að greiða 500 kr. fyrir hverja ágiskun.

Nánari upplýsingar má finna um leikinn á heimasíðu Trölla