Ágæti eldri borgari í Ólafsfirði

Í tilefni þess að ráðinn hefur verið starfsmaður til þess að halda utan um og efla félagsstarf/dagþjónustu fyrir eldri borgara í Ólafsfirði er þér/ykkur boðið á kynningu á innanhúss Krullu í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði, miðvikudaginn 6. desember kl. 11.00.

Leiðbeinandi verður Hallgrímur Valsson.

Í framhaldi af kynningunni eru áætlaðar vikulegar æfingar í íþróttamiðstöðinni á miðvikudögum kl. 11.00 undir leiðsögn Gerðar Ellertsdóttur starfsmanns dagþjónustu aldraðra.
Kynningarfundur vegna félagsstarfs/dagþjónustu fyrir eldri borgara í Ólafsfirði verður haldinn í Húsi eldri borgara, föstudaginn 8. desember kl. 13:00.

Félagsþjónusta Fjallabyggðar