Afþreying á bókasafninu á aðventunni

Forlátir taflmenn
Forlátir taflmenn
Velunnari bókasafnins á Siglufirði kom færandi hendi og færði safninu að gjöf forláta taflmenn. Er gestum safnins velkomið að nota það til að taka eins og eina skák. 
Einnig er búið að setja fram jólasveinapúsl og er fólki velkomið að kíkja við á safninu og aðstoða við að klára púslið fyrir jólin. Nú svo er hægt að grípa í venjulegu handspil, lita myndir og fleira. Margt hægt að gera á bókasafninu annað en að lesa ef einhver er í vandræðum með að drepa tímann í svartasta skammdeginu. Nóg til af bókum og tímaritum samt til að grípa í :)
Alltaf heitt á könnunni.