Afsláttur af lóðargjöldum í Fjallabyggð

Ákveðið hefur verið að veita 500 þ.kr. afslátt af lóðargjöldum frá 1. ágúst 2007 til 31. desember 2009, til að hvetja til nýbygginga í Fjallabyggð. Skipulags- og umhverfisnefnd lagði nýverið til við bæjarráð að veittur yrði 500 þ.kr. afsláttur af lóðargjöldum næstu tvö árin til þess að hvetja til nýbygginga íbúðarhúsnæðis í Fjallabyggð. Bæjarráð tók undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og bætti um betur með að leggja til að sami afsláttur yrði veittur byggjendum atvinnuhúsnæðis. Bæjarstjórn staðfesti afsláttinn á fundi sínum þann 11. september síðastliðinn. Nóg er til af byggingarlóðum, bæði í Ólafsfirði og Siglufirði, þannig að nú er bara að nýta sér afsláttinn!