Afmælisveisla á Siglufirði

Glæsilega afmælisveisla var á Siglufirði síðastliðin laugardag. Þar vara auðvitað verið að halda uppá 90 ára afmæli Siglufjarðar. Skipulögð dagskrá hófst kl. 11:00 með sýningu á vinnu nemenda í Grunnskóla Siglufjarðar og sýningu á verkum úr myndasamkeppni Rauðku. Vorsýning leikskólans var svo opnuð kl. 12:00. Síldarminjasafnið og Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar voru einnig opin í tilefni dagsins. Mesta lukku meðal yngri kynslóðarinnar vöktu hins vegar hoppukastalarnir þrír sem Sparisjóður Siglufjarðar bauð uppá. Kaffisamsæti fyrir bæjarbúa og gesti hófst svo kl. 15:00 á Bíó-kaffi. Fjöldi manns lagði leið sína þangað og gestir á tímabili fleiri en sætu leyfðu. Allt gekk þetta hinsvegar mjög vel. Fólk beið þolinmótt eftir kaffinu enda glæsilegar kræsingar frá Aðalbakaríinu á boðstólnum. Nemendur Tónlistarskólans skemmtu gestum með hljóðfæraleik  og stóðu sig með stakri prýði.

Í tilefni dagsins heiðraði bæjarstjórn Fjallabyggðar Örlyg Kristfinnsson fyrir hið mikla frumkvöðlastarf sem hann hefur unnið í safnastarfi.