Afmælishátíð á Leikhólum, Ólafsfirði

Leikskólinn okkar er 25 ára nú í byrjun júní.Í tilefni af því er afmælishátíð á Leikhólum þann 9. júní frá klukkan 12:00-15:00Tekin verður fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við leikskólann.Þá verður einnig sýning á verkum barnanna og ljósmyndasýning frá 25 ára sögu leikskólans. Svo verður að sjálfsögðu ýmislegt til gamans gert. Skralli trúður mætir á svæðið, hoppukastali, grill og risastór afmælisterta.Um leið og við minnum á þessi merku tímamót viljum við bjóða alla velkomna til okkar á laugardaginn í afmælisveisluna.Kveðja, börn og starfsfólk á Leikhólum.