Afleysingastarf á bæjarskrifstofu

Siglufjarðarkaupstaður auglýsir laust starf á bæjarskrifstofu í sumar. Um er að ræða tímabundna afleysingu vegna sumarleyfa. Viðkomandi er ætlað að starfa við afgreiðslu, launaútreikninga, aðstoð við færslu bókhalds og annað er til fellur í starfsemi bæjarskrifstofu. Umsækjendum er bent á að skila upplýsingum um menntun og reynslu á bæjarskrifstofu og er umsóknarfrestur til 6. júní n.k. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 460-5600.