Afhending menningarstyrkja 2017

Afhending menningarstyrkja 2017
Afhending menningarstyrkja 2017

Þegar Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2017 var formlega útnefndur þann 25. janúar sl., voru líkt og síðustu ár afhentir, með formlegum hætti, menningar- og rekstrarstyrkir til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2017. Styrkir sem með einum eða öðrum hætti munu styðja við bakið á menningarlífi Fjallabyggðar.

Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg og sáu nemendur úr Tónskóla Fjallabyggðar um tónlistarflutning. Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi og Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður markaðs- og menningarnefndar afhentu viðurkenningar til styrkþega.

Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að upphæð 4.900.000 kr. en í máli Lindu Leu Bogadóttur kom fram að þrátt fyrir mikinn fjölda hátíða bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði til margra ára væru því miður blikur á lofti um að einhverjar af þessum hátíðum muni líða undir lok verði ekki gripið til einhverra ráðstafana. Á síðasta ári sagði stjórn Félags um Síldarævintýri af sér og í framhaldinu auglýsti bæjarfélagið eftir aðilum til að annast undirbúning og rekstur hátíðarinnar án nokkurs árangurs sem varð til þess að verkefnið endaði á borði markaðs- og menningarfulltrúa. Markaðs- og menningarnefnd hefur fjallað um verkefnið og áframhald þess en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert stefnt verður en mikilvægt er að finna viðunandi lausn á rekstri hátíðarinnar ef halda á Síldarævintýrið í nánustu framtíð.

Eftirtaldir einstaklingar og félagasamtök hljóta styrk að þessu sinni:

Aðalheiður Eysteinsdóttir / Alþýðuhúsið – 300.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi og viðburða Alþýðuhússins á árinu 2017.
Vinnustofa Abbýjar. Arnfinna Björnsdóttir – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs vinnustofu.
Berjadagar Tónlistarhátíð – 550.000 kr. 
Hlýtur styrk vegna árlegrar tónlistarhátíðar.
Eldriborgara kórinn í Fjallabyggð – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins.
Félag eldri borgara í Ólafsfirði – 100.000 kr.
Félagið hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins.
Félag eldri borgara á Siglufirði - 100.000 kr.
Félagið hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins. 
Félag um Ljóðasetur Íslands – 350.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs á Ljóðasetri Íslands
Kirkjukór Ólafsfjarðar – 200.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins á árinu 2017.
Kirkjukór Siglufjarðar – 75.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins á árinu 2017.
Leikfélag Fjallabyggðar – 400.000 kr.
Hlýtur styrk vegna uppsetningar á nýju leikriti á árinu 2017.
Listhúsið Ólafsfirði – 350.000 kr.
Hlýtur styrk vegna Skammdegishátíðar
Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi klúbbsins. Sýningar og námskeið
Reitir – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna REITA 2017
Sjómannafélag Ólafsfjarðar – 1.000.000 kr.
Hlýtur styrk vegna dagskrá Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð.
Systrafélag Siglufjarðarkirkju – 50.000 kr. 
Hlýtur styrk til endurbóta Safnaðarheimilis
Ungmennafélagið Glói – 175.000 kr.
Hlýtur styrk vegna ljóðahátíðarinnar Haustglæður sem haldin verður í september/október 2017..
Þjóðlagahátíðin Siglufirði – 850.000 kr.
Hlýtur styrk vegna árlegrar tónlistarhátíðar

 

Kolfinna Ósk Andradóttir    
Kolfinna Ósk Andradóttir lék á fiðlu, Musette í D-dúr eftir J.S.Bach.                              

 
Helga Dís Magnúsdóttir lék á gítar, Spanish Romance, spænskt þjóðlag.

Ronja Helgadóttir
Ronja Helgadóttir lék á píanó lag eftir Helga Reyni Árnason.

 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2017

Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs afhendir Arnfinnu Björnsdóttur,
bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2017 viðurkenningu.