Æskó áfram á Söngkeppni Samfés

Eins og fram hefur komið hjá okkur sendu félagsmiðstöðvarnar í Fjallabyggð þáttakendur í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi sem haldin var á Hvammstanga sl. föstudag. Einungis fimm félagsmiðstöðvar komust áfram í þeirri keppni og var Æskó (Siglufirði) í þeim hópi.

Það var Lísa Margrét Gunnarsdóttir sem söng lagið "Once upon a December" (úr Disney myndinni "Anastasia")

Þess má geta að þetta er í fyrsta skiptið sem Æskó sendir keppenda á söngkeppnina og því einstaklega skemmtilegt að þau skyldu hafa komist áfram. Aðrir keppendur stóðu sig mjög vel og keppendur í ár alveg einstaklega góðir í heildina.

Lísa Margrét keppir því fyrir hönd Æskó á aðalsöngkeppni Samfés laugardaginn 21. febrúar nk. En þar keppa allir þeir sem komust áfram í landshlutakeppnum sem hefur verið haldin um allt land.