Aðventuhátíð í Fjallabyggð

Jólamarkaður 2009 (mynd: www.625.is)
Jólamarkaður 2009 (mynd: www.625.is)
Nú er kominn tími til að huga að árlegri aðventuhátíð í Fjallabyggð. Allir þeir sem ætla sér að vera með viðburði á aðventunni eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við undirritaða. Kveikt verður á jólatrénu á Siglufirði og Ólafsfirði laugardaginn 27. nóvember og sama dag verður jólamarkaður í og við Tjarnarborg. Einnig verður jólamarkaður 11. desember og jólatrjáasala fyrir íbúa. Minnum á að panta þarf jólahúsin tímalega. Söluaðilar hafi samband við Karítas, karitas@fjallabyggd.is, s: 464 9200. Karítas Skarphéðinsdóttir Neff Fræðslu- og menningarfulltrúi