Aðventudagskrá í Fjallbyggð 2009

Undanfarin ár hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki í Fjallabyggð skapað góða jólastemmningu yfir aðventuna. Aðventudagskrá hefur birst árlega í Tunnunni þar sem hægt er að sjá allt það sem er í boði. Nú er kominn tími til að huga að aðventunni í ár og því eru allir þeir sem ætla að standa fyrir viðburðum, beðnir að hafa samband við fræðslu- og menningarfulltrúa fyrir 17. nóvember nk. í síma 464 9200 eða á netfangið; karitas@fjallabyggd.is