Aðventu- og jóladagskrá

Það styttist í fyrsta í aðventu og sjálfa jólahátíðina á þessu ári 2014.  Með Tunnunni, sem kemur út í þessari viku, er nú dreift sérstakri aðventu- og jóladagskrá í Fjallabyggð.
Dagskráin nær frá 29. nóvember og til 6. janúar 2015 og inniheldur upplýsingar um flest það sem á sér stað í Fjallabyggð á þessu tímabili. Auglýst var eftir viðburðum með tölvupóstum til ferðaþjónustuaðila og jafnframt á heimasíðu Fjallabyggðar. Upplýsingar sem hér er að finna er það sem skilaði sér til markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar sem tók þessar upplýsingar saman. Þetta er örugglega ekki tæmandi listi og ef einhver hefur misst af því  að koma viðburði á framfæri er hægt að vekja athygli á honum hér á heimasíðunni eða á viðburðadagatali síðunnar.  
Senda skal upplýsingar um viðburð á netfangið kristinn@fjallabyggd.is 

Hægt er að nálgast dagskránna hér á pdf formi (404 KB) með því að smella hér.

Vakin er athygli á því að fimmtudaginn 4. desember verður opið hús í Iðju til kl. 19:00 en ekki kl. 16:00 eins og misritaðist í dagskránni.