Aðstoðarmenn vantar á starfsbraut MTR

Menntaskólinn á Tröllaskaga auglýsir eftir aðstoðarstarfsmönnum í 50 – 80% starf á starfsbraut í 9 mánuði frá 20. ágúst 2014 til 20. maí 2015.
Starfsmaður
• starfar með nemendum með sérþafir á meðan þeir stunda nám sitt. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og þjálfun
• hefur viðveru á námstíma nemenda á brautinni auk starfa er tengist undirbúningi eða annarri starfsemi brautarinnar
• vinnur við önnur verkefni í skólanum eftir því sem til fellur í samráði við skólameistara
• sé lipur í tölvunotkun og upplýsingalæsi
• sé jákvæður, sveigjanlegur og áhugasamur í starfi, sé skapandi og sýni frumkvæði.

Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans við SFR.

Menntun sem gæti nýst í starfi er nám í grunnskólafræðum, skólaliði, félagsliði, stuðningsfulltrúi og nám tengt námi brautarinnar. Mikilvægt er að starfsmenn séu tilbúnir til sveigjanleika í starfi og sinna fjölbreyttum verkefnum í skólanum. Eftirsóknarvert er ef umsækjendur hafa menntun, þekkingu og reynslu sem nýtist skólanum umfram það starf sem er auglýst. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og vera tilbúinn til ferða frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og Dalvíkur.

Ráðið verður í stöðuna frá 20. ágúst 2014. Auglýsingin gildir í 6 mánuði.

Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Láru Stefánsdóttur skólameistara í netfangið lara@mtr.is Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Menntaskólinn á Tröllaskaga, v/Ægisgötu, 625 Ólafsfjörður.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 7. júlí 2014. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í netfanginu lara@mtr.is sími 460-4240.