ADSL uppfærsla í Fjallabyggð

Síminn hefur nýlokið uppfærslu á ADSL búnaði á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Þar með mun íbúum og fyrirtækjum bjóðast ný þjónusta með möguleikum á mun öflugri nettengingu, yfir 80 sjónvarpsstöðvum og 1500 bíómyndum í gagnvirku sjónvarpi. Á morgun, fimmtudaginn 31. júlí mun Kristján Möller, samgönguráðherra, opna nýja þjónustu á Siglufirði ásamt Sævari Frey Þráinssyni forstjóra Símans.