Aðalsöngkeppni Samfés á morgun

Lísa Margrét keppir því fyrir hönd Æskó á aðalsöngkeppni Samfés á morgun. En þar keppa allir þeir sem komust áfram í landshlutakeppnum sem hefur verið haldin um allt land. Félagsmiðstöðvarnar í Fjallabyggð sendu þátttakendur í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi sem haldin var á Hvammstanga föstudaginn 23. janúar. Einungis fimm félagsmiðstöðvar komust áfram í þeirri keppni og þar á meðal var Lísa Margrét sem söng lagið "Once upon a December" (úr Disney myndinni "Anastasia")
Við óskum Lísu Margréti góðs gegnis á morgun.