Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opna árlega sýningu sína í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Föstudaginn 3. desember kl. 16.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir árlega sýningu sína í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.  Aðalheiður hefur haft það fyrir venju undanfarið 21. ár að setja upp það nýjasta sem hún hefur verið að vinna að og gefa þannig áhugasömum færi á að fylgjast með þróun verka sinna. Verkin eru ekki endilega full unnin eða hugmyndirnar full mótaðar, heldur er sýningin meira eins og forskoðun á skapandi ferli.