„Strætóferðir“ um Héðinsfjarðargöng

Sunnudaginn 26. apríl mun Fjallabyggð í samvinnu við Metrostav bjóða íbúum uppá „strætóferðir“ á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í gegnum Héðinsfjarðargöng. Farið verður á klukkustunda fresti frá báðum stöðum. Hægt verður að stoppa og fá sér kaffi, fara í sund eða heimsækja söfnin og taka annan „strætó“ heim. Fyrsta ferð verður kl. 13:00 og sú síðasta kl. 17:00. Farið verður frá Tjarnarborg í Ólafsfirði og Torginu á Siglufirði.  Stoppað verður í Héðinsfirði stutta stund í hverri ferð.
Einkabílar geta farið í gegn samhliða rútuferð, en það þurfa að vera Diesel Jeppar.
Opið verður í söfnum sveitarfélagsins í tilefni dagsins.  Sundlaugarnar verða opnar og veitingarstaðir í báðum bæjarfélögum munu hafa opið og bjóða m.a. uppá  kaffi og með því.
Einnig mun frumkvöðlasetur Rauðku verða opið. Þar býðst gestum og gangandi færi á að kynna sér starfssemi Rauðku og bera augum hluta ljósmyndasafns SKSigló. 

Siglufjörður

Sundlaugin Hvanneyrarbraut 52 - Opið frá kl. 13:00 - 17:00
Síldarminjasafnið - Opið frá 14:00-17:00
Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar, Norðurgötu 1 - Opið frá 14:00 - 16:00
Frumkvöðlasetur Rauðku Gránugötu 15 - Opið 14:00 - 17:00 
Torgið, Aðalgötu 32 - Kaffi, kökur og vöfflur - Opið frá 14:00 
Allinn, Aðalgötu 30 - Kaffi og með því - Opið frá 14:00

Ólafsfjörður 

Sundlaugin við Tjarnarstíg - Opið frá kl. 10:00 - 17:00  
Náttúrugripasafnið Aðalgötu - Opið frá 15:00-17:00
Hótel Brimnes - Kaffihlaðborð - Opið frá kl. 14:30-17:00
Höllin - Kaffi, kakó og vöfflur + pizzur - Opið frá 14:00 
Tjörnin - Hægt að gefa öndunum brauð