Ísland altengt - kynningarfundur

Ísland altengt: Sími, sjónvarp og nettenging á háhraða til allra landsmanna!Kynningarfundur Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, um Fjarskiptaáætlun til ársins 2010 verður haldinn í Bíó Café, Siglufirði, miðvikudaginn 15. mars kl. 20:00. Í áætluninni eru framsækin markmið stjórnvalda um öflugri fjarskiptanet og bætt aðgengi allra landsmanna að hvers kyns fræðslu og afþreyingarefni. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Samgönguráðuneytisins, http://www.samgonguraduneyti.is