Íþróttamaður ársins 2006 á Siglufirði

Lýst var kjöri íþróttamanns ársins 2006 á Siglufirði í gærkveldi fimmtudaginn 15. febrúar við athöfn í BíóCafé.

Íþróttamaður ársins 2006 á Siglufirði var kjörinn Stefán Geir Andrésson.

Kíwanisklúbburinn Skjöldur hefur staðið fyrir vali á íþróttamanni árins síðan 1979.
Niðustaða dómnefndar klúbbsins varð eftirfarandi:

Knattspyrna:
13.-16. ára stúlkur. Álfhildur Haraldsdóttir. Álfhildur er í 3. flokki og hefur verið kölluð til úrtaksæfinga á vegum KSÍ, hefur sýnt mikinn áhuga og mætir vel á allar æfingar. Ljóst er að með sama áframhaldi er þess ekki langt að bíða að Álfhildur komi við sögu í yngri landsliðum Íslands.

13.-16. ára drengir. Grétar Bragi Hallgrímsson. Grétar Bragi, hefur á undanförnum árum stundað íþróttina af mikilli samviskusemi og hefur farið á vegum félagsins í landsliðsúrtökur og á æfingar á vegum KSÍ. Grétar Bragi kom við sögu í sínum fyrsta leik á Íslandsmóti meistaraflokks sl. sumar og er ljóst að meira á eftir að bera á honum á næstu árum á þeim vettvangi.

17. ára og eldri karlar. Ragnar H. Hauksson. Ragnar er markhæsti leikmaður KS á Íslandsmótinu og leikmaður ársins hjá KS Leiftri en að valinu standa leikmenn og stjórnarmenn félaganna. Ragnar hefur verið með markhæstu leikmönnum Íslandsmótsins í öllum deildum undanfarin ár og var næst markahæstur í 2 deild þrátt fyrir að hafa aðeins leikið 12 af 18 leikjum mótsins vegna meiðsla.

Boccia:
Hugljúf Sigtryggsdóttir. Hugljúf hefur verið dugleg að æfa Boccia og tekið þátt í fjölmörgum mótum og staðið sig vel. Hún tók þát í Þorramóti Snerpu sem haldið var á Siglufirði 4. febr. og Íslandsmóti í sveitakeppni sem haldið var í Reykjavík 24.-26.mars. Hængsmóti sem haldið var á Akureyri 6. maí. Íslandsmóti í einstaklingskeppni sem fram fór á Húsavík 20.-22. okt. Hún tók þátt í innanfélagsmóti sem haldið var 13. des. hér á Siglufirði og var hennar sveit í 3. sæti á því móti.

Tennis og Badminton 13.-16 ára stúlkur:

Brynhildur Ólafsdóttir.Brynhildur hefur stundað badminton af miklum áhuga frá unga aldri, sýnt miklar framfarir er kurteis og til fyrirmyndar á æfingum og mótum. Árangur Brynhildar er sem hér segir:
1. sæti Tvíliðaleik U-15 b.fl. Unglingamót BH Hafnarfirði B.fl. 8 liða úrslitTvíliðaleik U-15 A.fl. Ísl.mót unglinga Akranes A&B.fl Undanúrslit Einliðaleik U-15 B.fl. Siglufjarðarmót 1. sæti Tvendarleik U-15 B.fl. 2. sæti Tvíliðaleik U-15 B.fl Undanúrslit Einliðaleik U-17 B.fl. Unglingamót TBA Akureyri A&Bfl

13.-16 ára drengir:

Halldór Hilmarsson. Halldór hefur stundað badminton af miklum áhuga undanfarin ár, sýnir miklar framfarir er kurteis og til fyrirmyndar á æfingum og mótum.
Árangur Halldórs er sem hér segir:
Undanúrslit Tvíliðaleik U-15 B.fl. Unglingamót BH Hafnarfirði B.fl.Undanúrslit Einliðaleik U-15 B.fl. Ísl.mót unglinga Akranes A&B.fl 8 liða úrslit Tvíliðaleik U-15 A.fl 1. sæti Einliðaleik U-15 B.fl. Siglufjarðarmót 2. sæti Tvíliðaleik U-15 B.fl. 1. sæti Tvendarl. U-15 B.fl.

Skíðaíþróttir:

13.-16 ára stúlkur:
Ágústa Margrét Úlfsdóttir. Árangur Ágústu er sem hér segir:
14. sæti í svigi Bikarmót haldið á Siglufirði í febrúar
18. sæti stórsvig Bikarmót haldið á Siglufirði í febrúar.
27. sæti svig Bikarmót haldið á Siglufirði í mars.
12. sæti stórsvig Bikarmót haldið á Siglufirði í mars.
21. sæti svig UMÍ Akureyri.
12. sæti stórsvig UMÍ Akureyri.

Ágústa sigraði á öllum innanfélagsmótum 2006 bæði í svigi og stórsvigi sýnir stöðugar framfarir og hefur mikinn metnað. Er mjög samviskusöm íþróttakona.

13.-16 ára drengir:

Stefán Geir Andrésson.
Árangur Stefáns er sem hér segir:
3. sæti svigi Bikarmót SKÍ haldið á Akureyri í janúar.
4. sæti stórsvig Bikarmót SKÍ haldið á Akureyri í janúar.
3. sæti stórsvig Bikarmót á Ísafirði í febrúar.
2. sæti svig Bikarmót á Ísafirði í mars.
4. sæti stórsvig Bikarmót á Ísafirði í mars.
5. sæti svig UMÍ haldið á Akureyri í mars.
3. sæti stórsvig UMÍ haldið á Akureyri í mars.
3. sæti samhliðasvig UMÍ haldið á Akureyri í mars.
3. sæti Bikarkeppni SKÍ 2005-2006 15-16 ára drengir:
Hann skilaði SSS í 4. sæti í félagskeppni SKÍ í sínum aldursflokki. Stefán Geir, æfði með skíðadeild Breiðabliks, þjálvari Helgi Steinar Andrésson. Síðan valinn í Unglingalið SKÍ 2006. Jákvæður og góður félagi. Hjálpsamur og góð fyrirmynd yngri iðkenda.

Í hópi eldri íþróttamanna eru tveir gamankunnir íþróttamenn, sem hafa stundað sína íþrótt í nokkra áratugi, og Kíwanismenn veittu þeim viðurkenningar fyrir þann frábæra árangur sem þeir hafa náð í gegnum árin.

Annar þeirra var Mark Duffield knattspyrnumaður. Mark hefur náð þeim frábæra árangri eftir að hafa leikið með Neista frá Hofsósi í 3. deild 15 leiki á árinu 2006, að verða fyrstur knattspyrnumanna til að leika 400 leiki í deildarkeppni á Íslandi. Hinn aðilinn var skíðamaðurinn og göngugarpurinn Magnús Eiríksson. Árangur Magnúsar á síðasta ári var eftirfarandi. 1. sæti í Íslandsgöngum í flokki 50 ára og eldri, á Sauðárkróki- Akureyri- Húsavík- Hólmavík- Ísafirði. Í strandagöngunni á Hólmavík varð hann fyrstur keppenda í mark og vann þar með Sigfúsbikarinn. 2. sæti á Skíðalandsmóti Íslands í 30 km. göngu. 3. sæti í 15 km. göngu með hefðbundinni aðferð. . sæti í 15 km. göngu með frjálsri aðferð. Í 10 km. og 15 km. göngu varð hann fyrstur í flokki 50 ára og eldri. Var í sæti nr. 588 af 16 þúsund keppendum í Vasagöngunni í Svíþjóð sem er 90 km. Sú keppni er ekki aldursskipt, og varð Magnús fyrstur Íslendinga.