Íþróttamaður Ólafsfjarðar

Þann 26. mars sl. valdi U.Í.Ó íþróttamann Ólafsfjarðar fyrir árið 2006, eða íþróttamenn ársins. Upp kom sú staða að tveir einstaklingar voru alveg jafnir að stigum og engar reglur til um það hvað gera skyldi við þessar aðstæður. Það fór því svo að íþróttamenn Ólafsfjarðar 2006 urðu tveir, en það voru skíðagarparnir Elsa Guðrún Jónsdóttir og Kristján Uni Óskarsson. Óskum við þeim innilega til hamingju