„Krás á köldu...“

Fundur verður haldinn um staðbundna matarmenningu og matvælaframleiðslu í Fjallabyggð. Matvælaframleiðendur, eigendur veitingastaða og áhugafólk um staðbundna matarmenningu er boðið til fundar um málefnið.

Fundurinn er haldinn í framhaldi af auglýsingu Impru og Ferðamálastofu um styrk til þátttök í fræðslu og þróunarverkefninu Krásir, matur úr héraði.

Hugmyndin verður kynnt og leitað að áhugasömum samstarfsaðilum í verkefnið.

Fundurinn verður haldin í Síldarminjasafninu kl. 20:00 miðvikudaginn 7. Janúar. og á Höllinni á Ólafsfirði fimmtudaginn 8. Janúar kl. 20:00.