Þjóðlagahátíð á Siglufirði verðlaunuð.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut fyrstu Eyrarrósina, sem veitt var við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrir stundu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verðlaunin eru ein og hálf miljón króna og verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur.Frétt af textavarpi RÚV.