Siglufjarðarkirkja átti 75 ára vígsluafmæli 28. ágúst sl. Af þessu tilefni verður haldin hátíðarguðsþjónusta sunnudaginn 2. september kl. 14.00.
Sr. Bragi J. Ingibergsson og sr. Vigfús Þór Árnason,
fyrrum sóknarprestar í Siglufjarðarprestakalli heiðra sóknina með
nærveru sinni, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, biskup á Hólum mun
predika og Hlöðver Sigurðsson syngur einsöng.
Siglufjarðarkirkja var byggð árið 1932. Arne Finsen,
arkitekt, teiknaði kirkjuna en Einar Jóhannsson og Jón Guðmundsson
voru byggingameistarar. Safnaðarheimili var vígt á loftinu árið 1982.