75 ára afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar - Veisluhöldum frestað vegna Covid-19

Veisluhöldum vegna 75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar sem halda átti laugardaginn 1. ágúst nk. hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna breyttra aðstæða í samfélaginu.
Afmælið verður haldið um leið og slakað verður á fjöldatakmörkunum á ný og aðstæður breytast til hins betra.

Fylgjum ráðleggingum sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðuneytisins.