70,1 milljón úthlutað til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar

Styrkþegar (mynd:www.eything.is)
Styrkþegar (mynd:www.eything.is)

70,1 milljón úthlutað til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

Miðvikudaginn 18. maí, úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 70,1 milljón króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Sjóðurinn tók við hlutverkum Menningarsamnings Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.
Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.
Uppbyggingarsjóði bárust samtals 190 umsóknir, þar af 58 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 132 til menningar.
Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 93 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 70,1 mkr. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnin er rúmar 300 mkr.

Eftirtalin verkefni í Fjallabyggð fengu úthlutað styrk:
- Safnahús Ólafsfirði, Sigurhæð ses 1.550.000 kr.
- Rekstur Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar - Rekstrarstyrkur 1.500.000 kr.
- Skúlptúrgarður við Alþýðuhúsið á Siglufirði, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir: 1.000.000 kr.
- Reitir, Arnar Ómarsson: 950.000 kr.
- Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði,  Aðalheiður S. Eysteinsdóttir: 750.000 kr.
- Þjóðlagahátíðin á Siglufirði: 700.000 kr.
- Ljóðasetur Íslands - Rekstrarstyrkur: 700.000 kr.
- Tónlistarskóli Blue North Music Festival, Jassklúbbur Ólafsfjarðar: 500.000 kr.
- Norðanvindur 2016,  Listhús ses: 236.000 kr.

Samtals: 7.886.000 kr.

Nánari upplýsingar um alla styrkþega má sjá á heimasíðu Eyþings.

Styrkþegar frá Fjallabyggð
Fulltrúar Sigurhæða ses og Ljóðasetursins sem voru viðstaddir athöfnina. (mynd: www.eything.is)