60 gjörningar á 6 dögum ganga vel

Fyrstu gjörningadagarnir ganga vel og hafa farið fallega fram. Veðrið leikur við listamennina og er hamingjan svo sannarlega með hópnum í för.

Ferðin hófst sl. fimmtudag á tveimur 9 manna bílum sem Bílaleiga Akureyrar var svo frábær að gefa vænan afslátt á og styrkja þannig ferðina. Á öllum áfangastöðum er tekið vel á móti gjörningalistafólkinu.

Dagskráin næstu daga er eftirfarandi og er öllum áhugasömum velkomið að slást í för á hvaða tímapunkti sem er og fylgjast með gjörningunum alla dagana. 

 

 

 

    

Sunnudagur 25. júní

kl. 10:00 Selfoss, Jaðar (við skóglendið) → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Ásthildur Magnúsdóttir.
kl. 11:00 Hveragerði, Listasafn Árnesinga → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 11:40 Sundlaugin í Hveragerði → Freyja Reynisdóttir.
kl. 13:40 Náttúran milli Hveragerðis og Mosfellsbæjar → Margrét Guðbrandsdóttir.
kl. 15:00 Mosfellsbær, Álafosskvosin → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Davíð Þór Jónsson.
kl. 16:00 Reykjavík, Kjarvalsstaðir → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Tumi Árnason.
kl. 18:00 Borgarnes, Landnámssetrið → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson.
kl. 18:20 Borgarnes, Landnámssetrið → Eyjólfur Eyjólfsson.
kl. 19:00 Brákarey → Brák Jónsdóttir.
kl. 22:00 Stykkishólmur (á tjaldstæðinu) → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Mánudagur 26. júní

kl. 10:00 Stykkishólmur, Vatnasafnið → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 13:00 Árblik í Dölum → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 13:15 Árblik í Dölum → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 14:00 Erpsstaðir → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 15:15 Búðardalur (Vesturbraut 20) → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 15:30 Búðardalur (Vesturbraut 20) → Freyja Reynisdóttir.
kl. 17:30 Laugar í Sælingsdal (við heitu laugina) → Andri Freyr Arnarsson.
kl. 17:45 Laugar í Sælingsdal → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
kl. 21:00 Sauðfjársetrið á Ströndum → Guðjón Ketilsson.
kl. 21:20 Galdrasetrið á Hólmavík → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Þriðjudagur 27. júní

kl. 10:00 Hólmavík (á tjaldstæðinu) → Andri Freyr Arnarsson.
kl. 13:00 Staðarskáli → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 14:30 Blönduós, Kleifar → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 14:40 Blönduós, Kleifar → Guðjón Ketilsson.
kl. 17:15 Sauðárkrókur (við sandhólana) → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 18:30 Sundlaugin á Hofsósi → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 18:45 Sundlaugin á Hofsósi → Harpa Björnsdóttir.
kl. 20:30 Ketilás í Fljótum → Hekla Björt Helgadóttir.
kl. 21:15 Siglufjörður (kirkjutröppurnar) → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
kl. 21:30 Alþýðuhúsið á Siglufirði → Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.