50 ár frá komu ítalskra blaðamanna til Siglufjarðar

Skjaldarmerki Vidigulfo
Skjaldarmerki Vidigulfo
Nú í sumar eru 50 ár frá því að tveir ítalskir blaðamenn frá bænum Vidigulfo á Ítalíu komu til Siglufjarðar í þeim tilgangi að koma á vináttutengslum á milli Vidigulfo og Siglufjarðarkaupstaðar. 
Erindi þessara blaðamanna var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Siglufjarðar þann 27. ágúst 1964 og var eftirfarandi bókað:

"Bæjarstjóri lagði fram bréf, skrautritað skjal og myndaalbúm er sýnir myndir frá bænum Vidigulfo á Ítalíu.  Bær þessi er af svipaðri stærð og Siglufjörður og mælist bæjarstjórnin til vináttutengsla við Siglufjörð.  Þá lagði bæjarstjóri fram myndaalbúm með myndum frá Siglufirði, gert af Ólafi Ragnarssyni, sem fyrirhugað var að senda bæjarstjórn Vidigulfo og afhenda ítölskum blaðamönnum, sem komu með kveðjurnar frá hinni ítölsku bæjarstjórn.  Þá voru blaðamönnum þessum afhent sýnishorn af framleiðslu Siglósíldar og Egils-síldar, sem sýnishorn af siglfirskri framleiðslu".

Ekki fer frekari sögum af samskiptum á milli þessara bæja. 

Um næstu helgi munu þessir ágætu blaðamenn koma til Siglufjarðar og heimsækja bæinn og fylgjast með Þjóðlagahátíð. Kl. 14:00 á laugardaginn mun bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigurður Valur Ásbjarnarson, taka á móti þeim í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Fjallabyggðar og þá mun Sigurlaug Viborg sem skipulagt hefur komu blaðamannanna til landsins vera með frásögn af ferðum þeirra til Siglufjarðar fyrir 50 árum.  Eru allir velkomnir að fylgjast með og hlýða á frásögnina.


Á myndinni eru ítölsku blaðamennirnir, lengst t.v. og annar f.h., ásamt Sigurlaugu og eiginmanni hennar.
Myndin er tekin á Ítalíu sumarið 2013.


Mynd af skjalinu sem blaðamennirnir komu með sér fyrir 50 árum og er varðveitt á Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar.