32% útlánaaukning á bókum frá 2013

Forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar hefur nú tekið saman upplýsingar um útlánatölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins og til samanburðar við árin 2013 og 2014. Ánægjulegt er að sjá aukningu í útlánum. Á Siglufirði hafa útlán aukist um 21,6% frá árinu 2013 - 2015 og um 50,5% í Ólafsfirði á sama tíma. Samanlögð aukning á báðum stöðum er því rúmlega 32%.

Lánþegum hefur að sama skapi fjölgað. Á Siglufirði hafa þeir farið úr 178 árið 2013 í 212 nú á árinu 2015 sem gerir rúmlega 19% aukning. Í Ólafsfirði er hlutfallsaukning töluvert meiri eða 37,6% á sama tíma. Fer ú 93 lánþegum og í 128 í ár. Lánþegar á bókasöfnunum eru því 340 sem er 16,7% af íbúum Fjallabyggðar m.v. íbúafjölda 1. janúar 2015.

Útlán á Bókasafni Fjallabyggðar 2013 - 2015

Myndin sýnir þróun í útlánun hjá Bókasafni Fjallabyggðar fyrstu sex mánuði ársins árin 2013 - 2015.

Lánþegar hjá Bókasafni Fjallabyggðar 2013 - 2015

Myndin sýnir fjölgun á lánþegum hjá Bókasafni Fjallabyggðar árin 2013 - 2015.