205 tonna byggðakvóti til Siglufjarðar

Sjávarútvegsráðherra hefur nú undirritað reglugerð um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2004/2005. Samtals er úthlutað 3200 þorskígildum til fjörutíu byggðarlaga í 32 sveitarfélögum, sjö umsóknum var hafnað. Við úthlutunina er byggt á 9 gr. laga nr. 38, 1990 um stjórn fiskveiða.Siglufjarðarkaupstað var úthlutað 205 tonnum á grundvelli samdráttar í sjávarútvegi. Úthlutunina í heild má sjá á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytis, www.sjavarutvegsraduneyti.is