17 umsóknir um starf markaðs- og menningarfulltrúa

Um miðjan apríl auglýsti Fjallabyggð eftir markaðs- og menningarfulltrúa í 100% starf. Umsóknarfrestur var til 6. maí. Alls bárust 17 umsóknir og eru þær í stafrófsröð;

Anna Hulda Júlíusdóttir
Ásdís Sigurðardóttir
Björn S. Lárusson
Davíð Fjölnir Ármannsson
Diðrik Gunnarsson
Eiríkur Níels Níelsson
Guðrún Ingimundardóttir
Helgi Jónasson
Jón Ólafur Björgvinsson
Linda Lea Bogadóttir
María Lóa Friðjónsdóttir
Miguel Ferreira
Stefano Ferrari
Sæmundur Ámundason
Una Dögg Guðmundsdóttir
Vigdís Arna Jóns Þuríðardóttir
Þórey S. Þórisdóttir.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum, í gær 18. maí, að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna úr umsóknum og taka 7 umsækjendur í viðtöl sem uppfylla best menntunar- og hæfnisskilyrði.