17. júní hátíðarhöld í Fjallabyggð

Menningarnefnd Fjallabyggðar hefur ákveðið að halda skuli 17. júní hátíðarhöldin til skiptis í Ólafsfirði og Siglufirði.

Nú í ár verður hátíðin í Ólafsfirði og er það fræðuslu- og menningamálanefnd Slökkviliðs Ólafsfjarðar sem hefur tekið það verkefni að sér.

Haldið verður þó í þá hefð að leggja blómsveig á leiði Sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, þar sem kirkjukórinn mun syngja og Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga mund halda ræða. Þessi athöfn hefst KL: 11:00.

Rútur fara frá Ráðhústorginu á Siglufirði til Ólafsfjarðar klukkan 12:00 og 13:30.

Rútur fara svo með gesti frá Ólafsfirði til Siglufjarðar bæði klukkan 16:00 og 17:00.