10 ára afmæli Leikskála

Í tilefni 10 ára afmælis Leikskála var haldið hóf í húsakynnum leikskólans þriðjudagskvöldið 30. september. Þar voru starfsmenn og foreldrar leikskólans ásamt hópi fólks og/eða fulltrúum frá þeim stofnunum sem leikskólinn er í daglegu eða reglulegu samstarfi við. Í tilefni þessara tímamóta var gefin út skólanámskrá og formlega opnuð heimasíða leikskólans. Tengill síðunnar er www.siglo.is/leikskoliAmælisdagur leikskólans er hins vegar 29. ágúst og þann dag var haldin barnvæn veisla í leikskólanum með börnum og starfsfólki. Söngur, kökur, glens og gaman.