100 ára afmæli skólahússins við Norðurgötu

Í dag þann 18. desember eru 100 ár síðan skólahúsið við Norðurgötu var tekið í notkun.  Af því tilefni verður opið hús frá kl. 11:00 - 13:00. Nemendur í 1. - 4. bekk á Siglufirði hafa verið að læra um gamla tímann og unnið verkefni sem verða til sýnis.  Börnin munu syngja fyrir gesti kl. 11:15 og kl. 12:30. Allir velunnarar skólans á öllum aldri velkomnir.