Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar

3. fundur 21. október 2025 kl. 16:00 - 18:00 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varam.
  • Ægir Bergsson aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson hafnarstjóri

1.Hafnarsvæðið í Fjallabyggð

Málsnúmer 2510060Vakta málsnúmer

Nefndin fór í vettvangsferð á hafnarsvæðið í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin telur mikilvægt að gámageymslusvæði og geymslusvæði fyrir smábáta og kerrur verði skipulagt og lagfært fyrir næsta vor. Jafnframt felur nefndin framkvæmdasviði að boða til fundar með hagsmunaaðilum við hafnarsvæðið til þess að fara yfir framtíðarskipulag og frágang á svæðinu en ástand þess er verulega ábótavant og þarfnast sameiginlegs átaks til þess að það hafi t.d. aðdráttarafl vegna ferðaþjónustu en í stefnumótun Fjallabyggðarhafna um Ólafsfjarðarhöfn segir að höfnin eigi að vera leiðandi í þjónustu m.a. við sjávartengda ferðaþjónustu. Ásýnd svæðisins er langt frá því að "skapa aðlaðandi rekstrarumhverfi fyrir fjölbreytta sjávartengda ferðaþjónustu.." eins og segir í stefnumótun.

2.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2509016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um gjaldskrár í samræmi við samþykkt bæjarráðs um almenna hækkun um 4% fyrir árið 2026. Um er að ræða gjaldskrár fyrir eftirtalda þjónustu, leyfisveitingar og stofnanir:
Stofnveita og fráveitugjald
Þjónustumiðstöð
Byggingafulltrúa
Garðsláttur
Hunda- og kattahald
Slökkvistöð
Vatnsveita
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á gjaldskrám sem að jafnaði taka mið af 4% hækkun á milli ára.

3.Starfsmannahald og rekstur Fjallabyggðahafna

Málsnúmer 2501019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinargerð og tillaga hafnarstjóra um skipulag starfsmannahalds og rekstur Fjallabyggðarhafna. Gert er ráð fyrir því í tillögu að auglýst verði starf hafnarvarðar og gert ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. janúar n.k. Jafnframt er gert ráð fyrir því að samningur við FMS verði útvíkkaður út árið 2026 og sinni starfsmenn FMS ýmsum störfum sem falla til eftir álagi hverju sinni.
Samþykkt
Nefndin felur hafnarstjóra að auglýsa starf hafnarvarðar laust til umsóknar og gera tillögu að samningi við FMS í samræmi við áður gert samkomulag.

4.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025.

Málsnúmer 2502003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

5.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá vinnu við fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2026 og verða drög að áætlun tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá fundi bæjarstjóra með framkvæmdasviði í október og gefur yfirlit yfir helstu framkvæmdir.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Aflatölur 2025

Málsnúmer 2503012Vakta málsnúmer

Lagðar fram aflatölur fyrir tímabilið 1. janúar - 30.september 2025. Á tímabilinu er búið að landa 10.192 tonnum í 1.120 löndunum en á sama tímabili árið 2024 var búið að landa 11.259 tonnum í 1.299 löndunum.
Verulegur jákvæður viðsnúningur er í september miðað við síðasta ár en nú var landað um 1.510 tonnum í 110 löndunum en í september árið 2024 var landað ríflega 850 tonnum í 51 löndun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.