Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar

5. fundur 16. desember 2025 kl. 12:15 - 12:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varam.
  • Ægir Bergsson aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
  • Jón Kort Ólafsson aðalm.
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson hafnarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2026 en öll mál eru komin í ferli.
Samþykkt
Staða varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir er góð og nokkur gögn vegna fyrirhugaðra útboða eða verðkannana eru þegar til.
Nefndin beinir því til skipulags- og framkvæmdasviðs að boða til fundar með verktökum í byrjun janúar til þess að kynna framkvæmdir næsta árs.

2.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tvö vinnuskjöl vegna stöðufunda framkvæmdasviðs og bæjarstjóra. Fundir 45 og 46 þar sem farið er yfir stöðu mála innan sviðsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

3.Fréttabréf Cruise Iceland 2025

Málsnúmer 2511021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf Cruise Iceland.
Lagt fram til kynningar
Nefndin samþykkir að óska eftir að fá Anitu Elefsen safnstjóra Síldarminjasafnsins sem sótt hefur fundi og ráðstefnur vegna komu skemmtiferðaskipa á næsta fund nefndarinnar.

4.Aflatölur 2025

Málsnúmer 2503012Vakta málsnúmer

Fyrir liggja aflatölur frá 1. janúar til 30.nóvember. Heildarafli á Siglufirði er samtals 13.817 tonn á móti 14.129 tonnum árið 2024. Fjöldi landana er nánast sá sami eða 1.243 árið 2025 en 1.237 árið 2024. Á Ólafsfirði hefur verið landað 64 tonnum á árinu 2025 í 56 löndunum á móti 134 tonnum árið 2024 í 117 löndunum.

Landaður afli í nóvember í ár er mun meiri heldur en árið 2024 en í ár var landað um 2.100 tonnum á Siglufirði í 85 löndunum á móti 1.000 tonnum árið 2024 í 23 löndunum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 12:45.