Bæjarráð Fjallabyggðar

851. fundur 08. nóvember 2024 kl. 10:00 - 12:08 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Skíðasvæði í Ólafsfirði - rekstur, uppbygging og viðhald

Málsnúmer 2410113Vakta málsnúmer

Til fundarins mætti Kristján Hauksson, formaður Skíðafélags Ólafsfjarðar til þess að fara yfir starfsemi og rekstur skíðafélagsins, ásamt uppbyggingu og viðhaldi íþróttamannvirkja í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Kristjáni Haukssyni fyrir komuna á fundinn og fyrir góða kynningu á starfi Skíðafélags Ólafsfjarðar. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að uppfæra drög að samningi við SÓ í samræmi við umræður á fundinum. Markmið nýs samnings er að gerður verði fjögurra ára samningur við SÓ þar sem félagið tekur að sér rekstur, viðhald mannvirkja ásamt uppbyggingu svæðisins.

2.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árin 2025-2028.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun 2025 til úrvinnslu nefnda sveitarfélagsins. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra og formanna nefnda að vinnu nefndanna verði lokið fyrir 22. nóvember og þeim skilað fyrir þann tíma til bæjarráðs.

3.Afnot slökkviliðs af húsnæði við Siglufjarðarflugvöll.

Málsnúmer 2410104Vakta málsnúmer

Á 849. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar um afnot af húsnæði sveitarfélagsins við flugvöllinn á Siglufirði. Bæjarráð óskaði eftir greinargerð frá slökkviliðsstjóra um ástand húsnæðisins og mögulega viðhaldsþörf.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi greinargerð slökkviliðsstjóra.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti afnot slökkviliðs af húsnæði flugvallarins til eins árs.

4.Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur sem hafi það að markmiði að skoða kosti og galla breytinga á starfsaðstæðum í Leikskóla.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drög að erindisbréfi vinnuhóps um gjaldfrjálsan leikskóla. Hópinn munu skipa:
Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar,
Björk Óladóttir deildarstjóri í stjórnendateymi Leikskóla Fjallabyggðar, fulltrúi/fulltrúar skipaðir af fræðslu- og frístundanefnd, Sigríður Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar og
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

5.Aðstöðugámur á gámasvæðið Siglufirði

Málsnúmer 2411003Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað tæknideildar varðandi aðstöðugám starfsmanns á gámasvæði Siglufjarðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu tæknideildar um kaup á aðstöðugámi á gámasvæðið á Siglufirði.

6.Vatnsveita í Brimnesdal

Málsnúmer 2404005Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað formanns bæjarráðs um stöðu framkvæmda við vatnsveitu á Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi tölvupóstur sveitarstjóra Grýtubakkahrepps varðandi hugmyndir um sameiginlega skipulagsskrifstofu sveitarfélaga við Eyjafjörð.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til samtals um sameiginlega skrifstofu um skipulags- og byggingarfulltrúa án frekari skuldbindingar.

8.Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar.

Málsnúmer 2303057Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu drög að breytingum á áður samþykktum reglum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Breytingarnar voru unnar af aðilum fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands þann 7. október 2024. Breytingar á fyrrgreindum reglum snúa að nýju starfsheiti stjórnanda Barnaverndarþjónstunnar ásamt því að vísað er í viðmið um greiðslu til lögmanna svo ekki þurfi að uppfæra reglurnar árlega með tilliti til þeirra.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir drögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til bæjarstjórnar.

9.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Mál frá nefndasviði Alþingis lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Verkfundir L7 og Leyningsás 2024

Málsnúmer 2410105Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð 7. verkfundar L-7 ehf. og Leyningsáss.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fundargerð 145. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:08.