Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

152. fundur 26. maí 2025 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Jakob Kárason varaformaður
  • Tómas Atli Einarsson varam.
  • Jón Kort Ólafsson varam.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um betri leikskóla hefur skilað inn skýrslu og tillögum um breytingar til bættra starfsaðstæðna fyrir nemendur og starfsfólk í Leikskóla Fjallabyggðar. Skýrslan og tillögurnar eru til umfjöllunar í bæjarstjórn og verða teknar fyrir á næsta fundi.
Kristín M.H. Karlsdóttir leikskólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Kristín og Guðrún gerðu grein fyrir niðurstöðum og þeim tillögum sem lagðar voru fram í skýrslu hópsins.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir niðurstöðu og tillögur starfshópsins fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Skóladagatöl 2025-2026

Málsnúmer 2503021Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að skóladagatölum Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2025-2026.
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla og Kristín M.H.Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla.
Skólastjórnendur fóru yfir drög að skóladagatölum leik - og grunnskóla fyrir skólaárið 2025 - 2026. Skóladagatölin eru samræmd á milli leik - og grunnskóla svo og við skóladagatal tónlistarskólans eins og hægt er.
Samþykkt
Fræðslu - og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.