Bæjarráð Fjallabyggðar

757. fundur 06. september 2022 kl. 08:15 - 09:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi

Málsnúmer 2208043Vakta málsnúmer

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Magnús Magnússon mættu á fund bæjarráðs kl. 08:15.
Þeir yfirgáfu fundinn kl. 09:00
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Kolbeini og Magnúsi fyrir greinargott erindi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða nánar við Kolbein og Magnús og kalla eftir frekari gögnum. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2209001Vakta málsnúmer

Niðurstaða fundar færð í trúnaðarbók.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar

3.Frágangur á svæði vestan Óskarsbryggju

Málsnúmer 2208029Vakta málsnúmer

Lagður er fram til samþykktar viðauki nr. 17/2022 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2022 vegna umframkostnaðar við verkefnið "Svæði vestan Óskarsbryggju" að fjárhæð kr. 4.128.460.-
Viðaukinn eignfærist á verkefnið og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 17/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 4.128.460,- vegna aukins kostnaðar við frágang á svæði vestan Óskarsbryggju, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

4.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2208066Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi er varðar stofnun umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu. Lagt er fyrir bæjarráð að taka þarf afstöðu til hvort Fjallabyggð taki þátt í samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins við undirbúning og gerð samnings og leggja aftur fyrir bæjarráð.

5.Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Málsnúmer 2208055Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur frá fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í starfshópi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku. Starfshópurinn sækist eftir umsögnum sveitarfélaga um tiltekin álitaefni fyrir lok september.
Lagt fram til kynningar

6.Kjarasamningar við SÍ og FSL

Málsnúmer 2208065Vakta málsnúmer

Nýir kjarasamningar Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda leikskóla voru undirritaðir þann 26. ágúst 2022. Samningarnir eru lagðir fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

7.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:45.