Bæjarráð Fjallabyggðar

772. fundur 13. desember 2022 kl. 08:15 - 09:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Í upphafi fundar bar formaður bæjarráðs upp tillögu að dagskrárbreytingu, á þann veg að bæta við og taka fyrir mál 2210022 sem 6. dagskrárlið, mál 2204006 sem 7. dagskrárlið og 2211112 sem 8. dagskrárlið.
Tillagan var samþykkt.

1.Erindi frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar vegna aðstöðuleysis.

Málsnúmer 2204013Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 23 við fjárhagsáætlun 2022 vegna styrks til Knattspyrnufélags Fjallabyggðar sem samþykktur var á 770. fundi bæjarráðs. Styrkurinn gjaldfærist á mfl./deild 06810-9291 og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.700.000. Styrkurinn gjaldfærist á mfl./deild 06810-9291 og verður mætt með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð ítrekar að styrkurinn verði greiddur gegn framvísun kvittana fyrir aðstöðuna.

2.Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2210100Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 22 við fjárhagsáætlun 2022 vegna kaupa á körfubíl fyrir slökkvilið Fjallabyggðar, kr. 5.000.000.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 5.000.000. Bifreiðin verður eignfærð í Eignasjóði og viðaukanum verður mætt með lækkun á framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöðina á Siglufirði og hefur viðaukinn ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

3.Umsókn um lóð - Ránargata 2

Málsnúmer 2211092Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 10.11.2022 þar sem Pétur Blöndal f.h. Nordic Imports ehf. sækir um lóð nr. 2 við Ránargötu á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við úthlutunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

4.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 4

Málsnúmer 2211059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 7.11.2022 þar sem Jón Karlsson og Kristín Einarsdóttir sækja um lóð nr. 4 við Bakkabyggð í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við úthlutunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2208066Vakta málsnúmer

Drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 757. fundi sínum.

6.Uppsögn ræstisamnings í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði

Málsnúmer 2212019Vakta málsnúmer

Minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna uppsagnar á ræstisamningi í Leikhólum Ólafsfjarðar lagt fram. Óskað er heimildar bæjarráðs til að leita tilboða í ræstingu við Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði, með verðkönnun.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildstjóra fræðslu, frístunda og menningarmála fyrir minnisblaðið. Bæjarráð veitir deildarstjóra heimild til að framkvæma verðkönnun með það að markmiði að gera þjónustusamning fyrir tímabilið 01.04.2023-31.12.2023.

7.Styrkumsóknir í formi afnota af íþróttamannvirkjum 2023

Málsnúmer 2210022Vakta málsnúmer

Lagðar fram styrkbeiðnir vegna afnota af íþróttamannvirkjum Fjallabyggðar fyrir 2023 og tillaga deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um úthlutun frítíma í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu að úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar. Bæjarráð óskar eftir að frítími umsækjenda verði bókfærður sem styrkur á viðkomandi aðila/félag.

8.Áningarstaðir í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir mál sem snýr að deiliskipulagi við hafnar- og athafnasvæði í Ólafsfirði og framtíðarstefnumótun svæðisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð beinir því til tæknideildar að útbúið verði minnisblað um stöðu málsins ásamt tillögum að breytingum á skipulagi svo hægt verði að útbúa áningarstað við Ólafsfjarðarhöfn.

9.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 2211112Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga að álagningu fasteignagjalda fyrir 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Í ljósi fjölda áskoranna íbúa og hagsmunaaðila samþykkir bæjarráð að beina því til bæjarstjórnar að holræsagjald og vatnsgjald verði lækkað um 0,015%.

10.Umsagnarbeiðni - rekstrarleyfi gistingar

Málsnúmer 2212012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 7. desember 2022. Umsögnin varðar umsókn Kjarabakka ehf. vegna Túngötu 40 á Siglufirði um leyfi til reksturs gististaða, flokkur II-G Íbúðir.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð óskar eftir umsögn tæknideildar og Slökkviliðs Fjallabyggðar áður en umsögn er veitt.
Helgi Jóhannsson, aðalmaður H-lista vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

11.Framkvæmdastyrkur 2023 - Pálshús

Málsnúmer 2212018Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni Fjallasala ses. um framkvæmdastyrk vegna lokaáfanga framkvæmda við Undraveröld Pálshúss.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja Undraveröld Pálshúss um kr. 1.000.000,-

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Fundargerðir 118. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 92. fundar markaðs- og menningarnefndar, 93. fundar markaðs- og menningarnefndar og 292. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:05.