Bæjarstjórn Fjallabyggðar

224. fundur 28. desember 2022 kl. 12:00 - 12:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
 • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
 • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
 • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
 • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
 • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
 • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022.

Málsnúmer 2212009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5 og 6.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • 1.1 2212037 Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Bókun fundar Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með sjö atkvæðum að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,70%.
 • 1.2 2208066 Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022. Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.3 2212012 Umsagnarbeiðni - rekstrarleyfi gistingar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022. Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um rekstrarleyfi gistingar á Túngötu 40. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.4 2212030 Tilfærsla Vinnuskóla Fjallabyggðar milli málaflokka
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022. Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um færslu málaflokksins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.5 2202077 Erindi til sveitarfélaga vegna samstarfs með N4
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022. Bæjarráð þakkar N4 fyrir erindið og þakkar gott boð. Fjallabyggð er sem stendur í verkefni við N4 og hyggst klára það verkefni áður en farið verður í frekari verkefni. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir eftirfarandi ályktun:

  Bæjarráð Fjallabyggðar leggur til við Alþingi og ríkisstjórn í ljósi þess að ákveðið hefur verið styrkja einkarekna fjölmiðla, að tryggja og skilyrða ákveðið fjármagn til fjölmiðlunar og dagskrárgerðar á landsbyggðinni. Einnig hvetur bæjarráð Fjallabyggðar stjórnvöld til þess að skattleggja sérstaklega auglýsingatekjur erlendra streymisveitna og tryggja þannig nauðsynlegt fjármagn til innlendrar dagskrárgerðar.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • 1.6 2211062 Styrkumsóknir 2023 - 40. ára saga Sjómannafélags Ólafsfjarðar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022. Bæjarráð samþykkir að styrkja útgáfuna um kr. 150.000,- á árinu 2022. Styrkurinn færist á mfl./deild 05810-9291. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 14. desember 2022.

Málsnúmer 2212008FVakta málsnúmer

Fundargerð nefndarinnar inniheldur einn dagskrárlið sem lagður er fram til afgreiðslu.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn þakkar Hauki Sigurðssyni fyrir vel unnin störf á liðnum árum og býður nýjan forstöðumann Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar velkominn til starfa.
 • 2.1 2211104 Ráðning í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 14. desember 2022. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir ráðningarferli vegna ráðningar í stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar. Starf forstöðumanns var auglýst 16. nóvember 2022 á vef Fjallabyggðar, á alfred.is og trolli.is, í Tunnunni og Fréttablaðinu. Umsóknarfrestur um starfið var til og með 30. nóvember sl. Átta umsækjendur voru um starfið.
  Deildarstjóri kynnti nefndinni þá niðurstöðu að ráða Skarphéðinn Þórsson í starfið. Fræðslu- og frístundanefnd býður Skarphéðinn velkominn til starfa.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.

3.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 34. fundur - 14. desember 2022.

Málsnúmer 2212003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í þremur liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Breyting á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2206093Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu drög að breytingu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar. Breytingarnar eru gerðar vegna breyttrar skipan barnaverndarmála frá 1. janúar 2023 í samræmi við samninga um Barnaverndarþjónustu Mið Norðurlands og Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir breytingatillöguna með 7 atkvæðum.

5.Breytt skipulag barnaverndar.

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, sem mun taka til starfa 1. janúar 2023. Er samningurinn gerður með vísan til 10.,11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem fjallað er um umdæmi barnaverndarþjónustu og 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samkvæmt samningnum er sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag í samstarfinu og sem slíku falið fullnaðarvald til afgreiðslu barnaverndarmála á starfssvæði samningsins. Samningurinn er ótímabundinn með endurskoðunarákvæði vegna kostnaðarskiptingar fyrir 1. mars 2023 og almennri endurskoðun fyrir 31. desember 2023. Uppsögn samnings skal gerð fyrir 1. september ár hvert og tekur þá gildi við næstu áramót að því gefnu að sveitarfélagið hafi greitt allan þann kostnað sem því ber.

Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Ingvarsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning með sjö atkvæðum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 12:30.