Fundadagatöl 2021

Málsnúmer 2011044

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 93. fundur - 30.11.2020

Dagsetningar funda í fræðslu- og frístundanefnd á árinu 2021 lagðar fram til kynningar. Að jafnaði mun nefndin funda fyrsta mánudag í hverjum mánuði utan júlí en þá er ekki ráðgerður fundur.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 71. fundur - 02.12.2020

Skipulag funda markaðs- og menningarnefndar á árinu 2021 lagt fram til kynningar. Nefndin samþykkir það með áorðnum breytingum.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 15. fundur - 16.12.2020

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála lagði fram hugmynd að dagsetningum funda hjá stýrihópi HSAM fyrir árið 2021. Áætlað er að halda 6 fundi á árinu og er fundartími á fimmtudögum kl. 15:00.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 678. fundur - 22.12.2020

Lögð fram drög að fundarplani nefnda og stjórna Fjallabyggðar fyrir árið 2021.

Bæjarráð samþykkir drögin.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 263. fundur - 06.01.2021

Lagt fram til kynningar fundaplan ársins 2021 hjá nefndum Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 02.02.2021

Fram er lagt til kynningar fundadagatal ráða, stjórna og nefnda vegna yfirstandandi árs.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 04.03.2021

Fundardagar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar verða eftirleiðis fyrsta virka fimmtudag í mánuði. Fundadagatal nefndarinnar hefur verið uppfært.