Fjárhagsáætlun 2021 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2007004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 671. fundur - 13.10.2020

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.10.2020 er varðar forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024. Einnig lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags 09.10.2020 er varðar forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024 auk verkefnalista og tímasetninga vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 672. fundur - 23.10.2020

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir rammaáætlun vegna 2021, drög að mannaflaáætlun og forsendur sem að baki liggja. Meginforsendur framlagðrar rammaáætlunar eru byggðar á þjóðhagsspá, mati á áhrifum vegna styttingar vinnuviku og öðrum breytingum vegna kjarasamninga.
Reiknað er með því að skatttekjur og tekjur frá jöfnunarsjóði hækki óverulega á milli ára, gjaldskrár hækki almennt um vænta verðlagsþróun, álagningarprósentur verði óbreyttar og launakostnaður hækki í samræmi við mat á kostnaði vegna launahækkana og breytts vinnufyrirkomulag samkvæmt kjarasamningum.

Niðurstaða rammaáætlunar leiðir í ljós að áhrif af Covid-19 á rekstur sveitarfélagsins eru veruleg en einnig að staða sveitarfélagsins er sterk, þökk sé góðum rekstrarárangri undanfarinna ára.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun og felur bæjarstjóra að láta vinna tillögur að gjaldskrárbreytingum byggðar á framlögðum forsendum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12.11.2020

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum.

Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 20. nóvember nk..

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 16.11.2020

Fræðslu- og frístundanefnd fór ýtarlega yfir drög að fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokka fræðslu- og frístundastarfs. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að gjald fyrir skólamáltíðir í leik- og grunnskóla haldist óbreytt á milli ára 2020 og 2021. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð og umsýsla rekstrarsamninga um rekstur íþróttamannvirkja Fjallabyggðar verði færð yfir í skipulags- og umhverfisnefnd sem fer með málefni eignarsjóðs. Þá telur fræðslu- og frístundanefnd að málefnum Vinnuskólans sé betur komið fyrir í umsjá skipulags- og umhverfisnefndar vegna samlegðaráhrifa við starf þjónustumiðstöðvar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17.11.2020

Lögð fram uppfærð staða launaáætlunar ásamt minnisblöðum frá deildarstjórum, dags. 16.11.2020.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 18.11.2020

Drög að fjárhagsáætlun 2021 fyrir þá málaflokka sem heyra undir markaðs- og menningarnefnd lögð fram til kynningar.

Stjórn Hornbrekku - 22. fundur - 19.11.2020

Deildarstjóri fjölskyldudeildar, hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku fara yfir tillögu að fjárhagsáætlun Hornbrekku fyrir árið 2021. Stjórn Hornbrekku samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til bæjarráðs.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 126. fundur - 19.11.2020

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2021, fyrir málaflokka félagsþjónustu. Gert ráð fyrir að gjaldskrár og þjónustugjöld félagsþjónustunnar taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun, hækkun verði þó ekki meiri en 2,8%.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 261. fundur - 19.11.2020

Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2021.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 23.11.2020

Undir þessum lið sátu Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Halldóra María Elíasdóttir fulltrúi kennara grunnskólans, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans. Fulltrúar stofnana sátu undir þeim hluta þessa dagskrárliðs sem tilheyrði þeirra stofnun og fóru yfir helstu atriði.

Við gerð fjárhagsáætunar 2021 unnu minni og meirihluti fræðslu- og frístundanefndar saman og þakkar formaður nefndarmönnum fyrir góða samvinnu.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir drög að fjárhagsáætlun 2021 fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.