Stjórn Hornbrekku

22. fundur 19. nóvember 2020 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir formaður I lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Fjárhagsáætlun 2021 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2007004Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fjölskyldudeildar, hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku fara yfir tillögu að fjárhagsáætlun Hornbrekku fyrir árið 2021. Stjórn Hornbrekku samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til bæjarráðs.

2.Starfsemi Hornbrekku 2020

Málsnúmer 2001116Vakta málsnúmer

Í sumar var verið að draga ljósleiðara á efri hæð Hornbrekku, dregið var inn á hvert herbergi og þá höfðu þeir íbúar sem það vildu kost á því að fá sér tölvubeini (IP-router). Einnig voru settir upp netdreifarar (punktar) á heimilið.
Unnið hefur verið að uppsetningu nýs bjöllukerfis en COVID hefur sett strik í reikninginn varðandi það.
Annars hefur allt gengið ágætlega þrátt fyrir COVID. Það er farið að bera á þreytu hjá starfsfólki, það er auka álag vegna heimsóknartakmarkana, en við höldum þetta út.
Unnið er að skipulagi um styttingu vinnuviku og komin niðurstaða fyrir dagvinnufólk, það tekur gildi 1. janúar. Farið verður að vinna að skipulagi um styttingu vinnuviku hjá vaktarvinnufólki í næstu viku, það mun taka gildi 1. maí 2021.

Biðlistinn lengist eftir plássi í hvíld og listinn eftir varanlegu plássi á Hornbrekku er töluvert langur.

Fundi slitið - kl. 13:00.