Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

261. fundur 19. nóvember 2020 kl. 16:30 - 18:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir tæknifulltrúi

1.Fjárhagsáætlun 2021 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2007004Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2021.

2.Gjaldskrár 2021

Málsnúmer 2009064Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám tæknideildar fyrir árið 2021.
Farið yfir tillögur að gjaldskrám 2021.

3.Ósk um leyfi til uppsetningar á veðurstöð við Saurbæjarás

Málsnúmer 2011020Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 12. nóvember 2020 óskar Margét Silja Þorkelsdóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar eftir leyfi til uppsetningar á veðurstöð norðan Siglufjarðarvegar við Saurbæjarás.
Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu.
Erindi samþykkt.

4.Lýsing landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu

Málsnúmer 1903057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:20.