Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013

Málsnúmer 1302001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 13.02.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Fyrir bæjarráði liggur minnisblað skrifstofu- og fjármálastjóra í sex liðum um fasteignagjöld 2013, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
    Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2013 samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi álagningarprósentur og gjöld :
    Fasteignaskattur skv. a.lið 0.49%
    Fasteignaskattur skv. b.lið 1.32%
    Fasteignaskattur skv. c.lið 1.65%
    Lóðaleiga 1.90%
    Lóðaleiga fyrirtækja 3.50% (var 5,0%)
    Vatnsskattur 0.35%
    Aukavatnsgjald 13 kr p/m3
    Holræsagjald 0.36%
    Sorphirðugjald 31.400 kr (var 25.400)
    Hálft sorphirðugjald hefur verið lagt á eigendur sumarhúsa á skipulögðum frístundasvæðum.

    Bæjarráð samþykkir að tekjuviðmið í afsláttarrelgum fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Fjallabyggð hækki milli ára um 4%.

    Við umræðu um innheimtumál, vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
    Bæjarráð samþykkir að framkvæma verðkönnun hjá innheimtuaðilum um innheimtu vanskilakrafna fyrir sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Fyrir bæjarráði liggur yfirlit yfir félög og félagasamtök vegna styrks til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2013.
    Í áætlun er gert ráð fyrir kr. 2.000.000.-
    Bæjarráð samþykkir að auglýsa aftur eftir umsóknum, með lokaumsóknarfresti 18. febrúar 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Í erindi Eyþings frá 22. janúar 2013, er óskað eftir tilnefningu fulltrúa Fjallabyggðar í samráðsvettvang sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
    Bæjarstjóri upplýsti um fund sem haldinn var 4. febrúar á Akureyri og hann, ásamt Bjarkey Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa og Karítas Skarphéðinsdóttur Neff fræðslu- og menningarfulltrúa sóttu.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að aðalfulltrúar verði Sigurður Valur Ásbjarnarson og Bjarkey Gunnarsdóttir og til vara Þorbjörn Sigurðsson og Egill Rögnvaldsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Tillaga um gerð deiliskipulags af lóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og götureitsins þar sem skólinn stendur:

    Tillaga:
    "Bæjarráð felur  skipulags- og umhverfisnefnd, í samvinnu við Landslag/Ómar Ívarsson, að vinna deiliskipulag af lóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og götureitsins sem skólinn stendur á.  
    Í skipulagsvinnunni verði m.a. skoðað skuggavarp fyrirhugaðrar viðbyggingar við skólann og bílastæðamál og haft samráð við hagsmunaaðila eins og skipulagslög gera ráð fyrir.  
    Deiliskipulagið sé í fullu samræmi við aðalskipulag Fjallabyggðar."

    Greinargerð með tillögu:
    - Árið 1994 ákvað bæjarstjórn Siglufjarðar að láta teikna heilstæðan grunnskóla á þessum stað. 
    - Skólann átti að byggja í áföngum og vera einsetinn skóli í samræmi við lög og reglur. 
    - Lögð var áhersla á að byggingin væri í samræmi við götumynd, byggðamynstur og þéttleika byggðar.
    - Ráðist var í fyrsta áfanga á árinu 1996 og var sá hluti tekinn í notkun 1999.
    - Til að ná markmiðum sínum hafði verið  ákveðið að stækka lóð skólans og fækka lóðum á umræddum lóðarreit og húsum og  halda þar með þéttleika byggðar.
    Sameining sveitarfélaga á Tröllaskaga varð að veruleika í júní 2006.
    Í samræmi við þessa stefnu voru eftirfarandi lóðir á Siglufirði sameinaðar lóð grunnskólans árið 2007: 
    - Norðurgata 6 og 8.
    - Vetrarbraut 3, 5, 7 og 9.
    - Eyrargata 1 og 5.
    Í Aðalskipulagi Fjallabyggðar sem gildir frá 2008 - 2028 hefur lóð grunnskólans verið afmörkuð sem svæði fyrir þjónustustofnanir, þar með eru fyrr nefndar lóðir sem og lóð nr. 3 við Eyrargötu.
    Eftir sameiningu sveitarfélaganna kom fljótlega í ljós að ekki væri þörf á svo mikilli uppbyggingu í báðum bæjarkjörnum m.a. vegna fækkunar í árgöngum beggja vegna. Unnið var að framtíðar skipan skólamála í nýju umhverfi á árunum 2008 - 2009. Framtíðarskipan fræðslumála var samþykkt í bæjarstjórn fimmtudaginn  21. janúar 2010. Nú liggur fyrir að ekki er þörf á verulegum stækkunum í sameinuðu sveitarfélagi miðað við núverandi íbúafjölda. Kynningarfundur um fyrirhugaðar stækkanir fór fram í júní  á árinu 2011. Niðurstaðan er að eitt skólahús skyldi vera á Siglufirði og eitt á Ólafsfirði.
    Uppbygginu á Ólafsfirði er nú lokið í samræmi við þessar hugmyndir. Hins vegar á eftir að byggja verknámsstofur og mötuneyti fyrir nemendur á Siglufirði. Ætlunin var að hefja framkvæmdir sem fyrst á árinu 2013 og hefur tillaga að viðbyggingu verið hönnuð. Tillagan var grenndarkynnt hagsmunaaðilum og bárust nokkrar athugasemdir.
    Í ljósi athugasemda verður að telja eðlilegt að skoða betur deiliskipulag reitsins.
    Bæjarráð telur að við þá vinnu verði tekið mið af núverandi húsnæðisþörf grunnskólans. Vísast hér í samþykkt bæjarstjórnar  frá 14. september 2011.
    Bæjarráð telur þar með ekki rétt að ráðast í eins viðamiklar framkvæmdir og teikningar frá 1994 gerðu ráð fyrir. Verði síðar þörf á stækkun s.s. vegna fjölgunar eða breyttra aðstæðna verði deilskipulagið aftur tekið til endurskoðunar.
    Vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar, við grunnskólann á Siglufirði, er rétt að taka fram að á lóðinni Eyrargötu 1  stóð hús sem bæjarfélagið lét  rífa. Það hús bar nafnið "Rauða myllan". Húsið var tveggja hæða og var  nánast í sömu fjarlægð frá Eyrargötu 3 og fyrirhuguð viðbygging kemur til með að rísa.

    Bæjarráð felur jafnframt skipulags- og umhverfisnefnd að höfðu samráði við arkitekta og Landslög/Ívar Pálsson að svara fram komnum athugasemdum.

    Tillaga samþykkt með 2 atkvæðum.  Sólrún sat hjá.

    Sólrún Júlíusdóttir óskaði að eftirfarandi yrði bókað vegna grenndarkynningar
    "Undirrituð harmar það að grenndarkynning hafi ekki farið af stað fyrr í ferlinu. Sveitarfélagið á að kappkosta að hafa frið við íbúa og alls ekki að ganga á þeirra rétt. Þá ber að hafa það í huga að í þessu tilfelli er sveitarfélagið umsækjandi um byggingarleyfi og um leið úrskurðaraðili í athugasemdum sem fram eru komnar í grenndarkynningu. Sveitarfélagið þarf að huga vel að stjórnsýslureglum í þessu sambandi."
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Í erindi Hrafnhildar Ýrar Denke Vilbertdóttur er óskað eftir því að fá leigða aðstöðu í kjallara bókasafnsins í Ólafsfirði.  
    Fyrirhugað er að setja upp vinnustofu og bjóða upp á þjónustu á vegum Drekaslóðar, sem er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur alls kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra.
    Jafnframt er óskað eftir framlagi sveitarfélagsins á móti leiguverði.
    Bæjarráð samþykkir tímabundin samning til n.k. áramóta og felur bæjarstjóra nánari útfærslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Bæjarstjóri fór yfir og kynnti drög að sameiginlegu bréfi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar til heilbrigðisráðherra, í kjölfar fundar bæjarstjóranna með ráðherra 16. janúar s.l. um almenna heilbrigðisþjónusta við utanverðan Eyjafjörð.
    Næsti fundur milli fulltrúa sveitarfélaganna er fyrirhugaður miðvikudaginn 6. febrúar kl. 10.
    Sólrún Júlíusdóttir óskaði að eftirfarandi yrði bókað
    varðandi sameiningu heilbrigðisstofnana.
    "Undirrituð harmar að minnihlutanum hafi verið haldið frá þessu máli, sem og í öðrum málum. Það var starfshópur myndaður fyrir ca. 2-3 árum, sem í voru fulltrúar starfsmanna HSF og fyrirtækja hér í bæ, sem fóru t.d. á fund allra þingmanna og lýstu áhyggjum af þróun heilbrigðismála í Fjallabyggð. Nauðsynlegt er áður en lengra er haldið að ná breiðri sátt um fyrirliggjandi tillögur".
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Sólrún Júlíusdóttir, Þorbjörn Sigurðsson og Ingvar Erlingsson.<BR><BR>Bæjarfulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:<BR>"Við undirrituð bæjafulltrúar vísum algjörlega á bug fullyrðingum Sólrúnar Júlíusdóttur bæjarfulltrúa sem settar voru fram í bókun á 285. fundi bæjarráðs þann 5. febrúar um að ”minnihlutanum hafi verið haldið frá í þessu máli“. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar á þremur fundum bæjarráðs þ.e. 283. fundi þann 15. janúar, 284. fundi þann 29. janúar, 285. fundi þann 5. febrúar og auk þess á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar. <BR>Drög að sameiginlegu bréfi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar til Velferðarráðherra verða til kynningar á þessum fundi bæjarstjórnar og til formlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs. Þess ber að geta að minnihluti á einn fulltrúa í Bæjarráði Fjallabyggðar og þrjá fulltrúa í Bæjarstjórn. <BR>Ef samþykki Bæjarráðs Fjallabyggðar, Bæjarráðs Dalvíkurbyggðar og Velferðaráðherra fæst til að hefja viðræður, mun fara af stað ítarleg og umfangsmikil vinna við útfærslu og hagkvæmniathugun sem fjölmargir aðilar munu hafa aðkomu að. Víðtækt samstarf við alla hagsmunaaðila verður haft að leiðarljósi. Nú þegar hefur málið verið rætt við yfirmenn og stjórnir heilbrigðisstofnana á svæðinu. Einhugur ríkir um að kanna sameiginlega kosti þess að Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð myndi eitt þjónustusvæði í heilbrigðis og öldrunarþjónustu, þar sem öflug þjónusta við íbúa er höfð að leiðarljósi. <BR>Við fordæmum tilraunir Sólrúnar Júlíusdóttur og minnihlutans til þess að tortryggja það ferli sem nú er að fara af stað og er hugsað til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni íbúa við utanverðan Eyjafjörð, sem eru öflug heilbrigðisþjónusta í heimabyggð"<BR><BR>Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar til 31. desember 2012.
    Fram kemur að tekjur bæjarfélagsins eru meiri en áætlun gerði ráð fyrir og að rekstur flestra málaflokka sé viðunandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Varasjóður húsnæðismála hefur með bréfi tilkynnt um aukaframlag, uppá tæplega 5 milljónir, vegna sölu 3ja félagslegra íbúða 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um stöðu úttektar.

    Sólrún Júlíusdóttir óskaði að eftirfarandi yrði bókað vegna úttektar á stjórnsýslu.
    "Undirrituð telur að heppilegra hefði verið að bjóða út úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, en nauðsynlegt er að slíkur aðili sé óumdeildur. Minnihlutinn hefur ekki haft þess kost að hafa neina aðkomu að þessari ráðningu, sem reyndar er mjög óheppilegt, og hefur engar forsendur til að meta eða velja milli aðila. Þá hefði útboð mögulega lækkað kostnað, en í það minnsta boðið uppá mismunandi valkosti".
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Egill Rögnvaldsson, Þorbjörn Sigurðsson, Helga Helgadóttir, Margrét Ósk Harðardóttir, Sólrún Júlíusdóttir, Ingvar Erlingsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR><BR>Bæjarfulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:<BR>"Við ráðningu Haraldar L. Haraldssonar vegna úttektar á rekstri og fjárhag Fjallabyggðar var fyrst og fremst litið til reynslu viðkomandi aðila, en Fjallabyggð er níunda sveitarfélagið þar sem hann kemur að slíkri vinnu. Það er óhætt að fullyrða að fáir ef einhverjir hafa sambærilega reynslu við úttektir á rekstri sveitarfélaga hér á landi og kostnaði er haldið í lágmarki þar sem öll grunngögn vegna samanburðar eru til staðar frá fyrri úttektum. Fram til þessa hefur einhugur ríkt um störf hans hjá öðrum sveitarfélögum, enda lögð áhersla á faglega nálgun og víðtækt samráð við bæjarfulltrúa sem og starfsmenn. Við gerð fjárhagsáætlunar, sem allir bæjarfulltrúar og nefndarmenn höfðu aðkomu að, var gert ráð fyrir fjármagni til þessarar vinnu en engin tillaga kom fram um að útboð yrði viðhaft."</DIV><DIV><BR>Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Lögð fram til kynningar ráðning Sigurjóns Pálssonar í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.
    Aðrir umsækjendur voru:
    Baldur Ævar Baldursson
    Fjóla Guðbjörg Traustadóttir
    Gunnar Ásgrímur Ragnarsson
    Kolbeinn G. Engilbertsson
    Torfi Guðmundsson og
    Þorvaldur Hreinsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Lögð fram til kynningar fundargerð 803. fundar frá 25. janúar 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 5. febrúar 2013
    Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Vinnumálastofnun fyrir íbúa í Ólafsfirði.  Gildistími er til 31. desember 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 285. fundar bæjarráðs staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.