Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011

Málsnúmer 1112006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 14.12.2011

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1112003 Selvíkurnefsviti
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við Siglingastofnun um viðhald og eignarhald á Selvíkurnefsvita.
    Eftir þær viðræður er ljóst að bæjarfélagið hefur full umráð og eignarhald yfir vitanum sem þarfnst mikils viðhalds og Siglingastofnun mun ekki koma að endurbótum eða lagfæringum á honum.
    Yfirhafnarvörður hefur fengið aðstoð björgunarsveitarinnar til að flytja rafgeyma og annan búnað út í vitann.
    Nú er einnig ljóst að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til viðhalds á vitanum í áætlun ársins 2012.
    Vegna fyrirspurna telur bæjarráð ekki tímabært að breyta eignahaldi á Selvíkurnefsvita. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Lagðar fram tillögur og ábendingar um framkvæmdir við gamla fótboltavöllinn.
    Tæknideild hefur tekið þær saman, að ósk bæjarráðs, í framhaldi af umræðu um undirskriftarlista er varðar óheppilega staðsetningu húsbýla og tjaldhýsa í miðbæ Siglufjarðar.
    Bæjarráð mun boða aðila málsins, þ.e. þeirra sem skrifa undir listann, til fundar í janúar næst komandi.
    Bæjarráð leggur áherslu á að neðanritað verði skoðað sérstaklega á þeim fundi:
    1. Svæði norðan við Síldarminjasafnið og að miðbæ Siglufjarðar vestan megin vegar verði lokað fyrir staðsetningu húsbíla og tjaldhýsa vegna slysahættu.
    2. Svæði vestan við Rauðku ehf. verði einungis notað sem tjaldsvæði.
    3. Óskað verði eftir heimild Ramma ehf. til að nýta lóð þeirra í sumar undir húsbíla.
    4. Óska eftir tillögu að framtíðarlausn á lagfæringum og framkvæmdum við gamla fótboltavallarsvæðið.
     
    Bæjarráð telur rétt að bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar boði til fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1105063 Fasteignasjóður
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011





    Við yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga í janúar 2011, flutti ríkið fasteignir sem tilheyrðu málaflokknum undir Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
    Verkefni sjóðsins er að leigja eða selja sveitarfélögunum þær eignir sem sjóðurinn hefur umráð yfir og semja um greiðslukjör.
    Fasteignin Lindargata 2, fellur undir þessa umsýslu og hefur nú farið fram verðmat og er bæjarfélaginu boðin eignin til kaups á matsverði.
    Það er skoðun félagsmálastjóra að húsnæðið sé að mörgu leyti úrelt sem búsetuúrræði fyrir fatlaða og leggur til að það verði leigt, en telur rétt að óska eftir viðræðum um verulega lækkun á söluverði.

    Bæjarráð felur félagsmálastjóra að kanna hvort hægt sé að kaupa fasteignina á hagstæðari kjörum, að öðrum kosti verði húsnæðið leigt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir umsögn bæjarráðs er varðar umsókn um breytingu á rekstrarleyfi fyrir veitingastofuna Billann. Staðarhaldari óskar eftir leyfi til áfengisveitinga og að opnunartími verði til kl. 01.00 alla daga og til kl. 03.00 aðafarnótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umrædd umsókn verði samþykkt með vísan í 10. gr. laga nr. 85/2007, en þar kemur fram m.a. að leita skuli umsagnar sveitarstjórnar sem m.a. staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lítur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011

    Við fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar og að ósk bæjarstjóra, komu fram ábendingar um eftirtalin mál sem þyrfti að ræða í bæjarráði 13.12.2011 og taka til skoðunar á milli umræðna. Málin voru rædd og þeim vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn við síðari umræðu.

    1.      Tillaga frá minnihluta bæjarstjórnar frá fyrri umræðu þ.e. frá 7.12.2011 um breytingar á viðmiðunaraldri úr 16 árum í 18 ár á afslætti á sundstöðum.

    Samþykkt samhljóða.

    2. Tillaga frá minnihluta um hækkun á húsaleigu.

    Tillaga fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2012.

           Í stað hækkunar á grunnverði íbúðar í Íbúðarsjóði  úr kr. 641m2 í  kr. 741m2 + 4% verðlagsbreytingar, er lagt til að hækkunin miðist við kr. 641m2 í kr. 691m2 +4% verðlagsbreyting.
    Um er að ræða 2.0 m.kr. minni tekjur í leigu fyrir bæjarfélagið miðað við framkomna tillögu.

    Tillaga felld með 2 atkvæðum gegn 1.

    3.      Útboð á Saurbæjarás, fyrsti hluti.
    Áætlaðar kostnaður er um 22 m.kr. og áætlaðar tekjur 15 m.kr.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir lóðarhöfum á árinu 2012.
    Komi fram vilji til byggingarframkvæmda á svæðinu verður verkið boðið út.

    Framkvæmdin er þó háð neðanrituðu.

    ·        Að raunverulegur áhugi sé á lóðum á umræddum svæði

    ·        Að áhugi sé fyrir verkinu hjá verktökum á svæðinu

    ·        Að áætlaðar tekjur muni innheimtast á framkvæmdartíma

    Verktími miðist hins vegar við að hlutur bæjarfélagsins 7 m.kr. greiðist á árinu 2013.
    Samþykkt samhljóða.

    4.      Samningur við Valló ehf.  
    Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.

    ·        Lagt er til við bæjarstjórn að umræddur samningur verði tekinn til skoðunar strax eftir áramót sjá 6. lið um hugmyndir um  heildaruppbyggingu á hóteli við höfnina

    Lögð er áhersla á neðanritað:

    ·        Uppsetning á nýrri lyftu á skíðasvæði Fjallabyggðar

    ·        Sérstakar merkingar á snjóflóðahættusvæðum

    ·        Uppsetning og kaup á tölvu og kerfum fyrir rekstur skíðasvæðisins

    ·        Samningur vegna snjóflóðahættumats á skíðasvæði bæjarfélagsins

    ·        Stækkun á  lyftuskúr á efra svæðinu

    ·        Framlag frá aðilum í framkomin verkefni

    *    Tengdar hugmyndir um heildarlausn við uppbyggingu á hóteli og golfvelli á Siglufirði, sjá 6. lið.

    5.   Samningar um uppbyggingu golfvallar á Siglufirði.

    Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.

    * Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá samningum í samræmi við framkomin markmið og í samræmi við áherslur Rauku ehf. um uppbyggingu á

    frístundaiðkun í bæjarfélaginu með tilkomu nýs hótels við höfnina.

    6. Mál er varðar lóð undir Hótel við höfnina.                

    Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið.

    6.a. Bæjarráð hefur nú þegar samþykkt að lóð verði skipulögð á þessum stað.

    6.b.  Bæjarráð hefur nú þegar samþykkt skipulag fyrir umrædda lóð svo koma megi umræddri hugmynd til framkvæmda.

    6.c.  Bæjarráð hefur samþykkt að Rauðka ehf. fái umrædda lóð til leigu og afnota.

    6.d.  Bæjarráð telur rétt að leggja til við bæjarstjórn neðanritað.

    6.e  Komi fram formleg ósk um byggingarleyfi á árinu 2012 og upplýsingar um framkvæmdartíma með byggingarnefndarteikningum verður ráðist í framkvæmdir við stækkun umræddrar lóðar á árinu.

    6.f  Bæjarfélagið mun í samræmi við fyrri ákvarðanir úthluta lóðinni með formlegum hætti og innheimta gatnagerðargjald sem mun standa undir framkvæmdum við stækkun lóðarinnar og gera hana þannig úr garði að hún sé byggingarhæð.

    6.g  Gatnagerðargjaldið mun standa undir umræddum framkvæmdum við undirbúningsframkvæmdir

    6.h  Bæjarstjórn mun legga til fjármagn til lagfæringar á umhverfi, vatnsveitu og fráveitu í áætlun fyrir árið 2013.

    6 i  Bæjarráð leggur áherslu á að frekari framkvæmdir við skíðasvæði og golfvallarsvæði á Siglufirði er bundið þessari framkvæmd, samanber tillögur, hugmyndir, óskir og áform Rauðku ehf.

    7.      Lækkun á fasteignaskatti, tillaga frá síðasta ári. Færist til ársins 2014.

    Árið 2014 þá verði fasteignaskattur lækkaður úr 0.49% í 0.45% og lóðarleiga úr 1.9% í 1.5%.

    ·        Lækkun vegna fasteignaskatts er um 3.5 m.kr og vegna lóðarleigu um 3.0 m.kr. á ársgrundvelli.
    Samþykkt samhljóða.

    8.    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að styrkur vegna öldungamóts í blaki verði aukinn um kr. 200 þúsund, enda er gert ráð fyrir 1.5 m.kr. í tekjur þessa helgi í fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvar bæjarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.

    9.      Bæjarráð leggur til að húsaleigusamningur við karlakórinn á Siglufirði verði tekinn með inn í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.

    10.   Bæjarráð hefur samþykkt styrk til hestamanna vegna reiðskemmu að uppæð 2.375 m.kr.

    11.   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lokið verði við breytingar á yfirstjórn bæjarfélagsins með útgáfu og lagfæringum á skipuriti bæjarfélagsins. Verkinu verði lokið fyrir 1.06.2012.
    Sett verði í áætlun 0.6 m.kr. fyrir ráðgjöf.
    Samþykkt samhljóða.

    12. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur um snjóflóðaeftirlit fyrir árið 2012 verði framlengdur og staðfestur.
    Samþykkt samhljóða.

    13. Bæjarráð gerir ráð fyrir framlagi frá Brunabótafélagi Íslands á árinu 2012 að upphæð 4.0 m.kr.
    Samþykkt samhljóða.

    Bæjarráð hefur með yfirferð og framsettri áætlun fyrir árið 2012 lagt áherslu á málefni sem samkomulag og eining er um á milli framboða og í samræmi við starfsáætlanir fagnefnda og deildarstjóra.

    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.</DIV><DIV>Eftirfarandi bókun var lögð fram af Sólrúnu Júlúsdóttur og Guðmundi Gauta Sveinssyni.</DIV><DIV>"Rauðka ehf. lagði fram tillögur í fimm liðum fyrir hálfu ári síðan. <BR>Þetta snýr annars vegar að hótelbyggingu, skíðaskála, uppbyggingu á golfvelli og hins vegar að umhverfismálum.</DIV><DIV></DIV><DIV>Lykilatriði í allri ferðaþjónustu eru umhverfismál. Þessi fimm atriði hanga öll saman. Við hvetjum bæjaryfirvöld að vinna að kappi að því í samvinnu við ferðaþjónustaðila í Fjallabyggð að móta ákveðna stefnu í ýmsum málum er snúa að umhverfis- og skipulagsmálum og að klára þetta mál er varðar Rauðku sem er tilbúið að setja hér inn í samfélagið rúman milljarð til viðbótar því sem áður hefur verið gert."</DIV><DIV><BR>Afgreiðslu bæjarráðs á lið 5.2 um húsaleigu, staðfesti bæjarstjórn með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Egils Rögnvaldssonar, Guðmundar Gauta Sveinssonar og Sólrúnar Júlíusdóttur.<BR><BR></DIV><DIV>Afgreiðslu 240. fundar bæjarráðs á lið 5.4, 5.5 og 5.6 var staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.  Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þeirra liða.<BR></DIV><DIV>Afgreiðslu 240. fundar bæjarráðs að öðru leyti var staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Bæjarráð samþykkti lækkun á fasteignaskatti í áætlun 2014.
    Einnig var samþykkt að áætla framlag í gatnagerð á Saurbæjarás 2013.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áætlunin verði samþykkt svo breytt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Skrifstofu-og fjármálastjóri lagði fram upplýsingar og samantekt um launamál bæjarfélagsins fyrir tímabilið janúar - nóvember.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 240. fundur - 13. desember 2011
    Lagt fram til kynningar.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 240. fundar bæjarráðs staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.