Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 13. september 2011

Málsnúmer 1109003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 66. fundur - 14.09.2011

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1107054 Samningur um greiðslur til foreldra vegna skólaaksturs veturinn 2011-2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 65 Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar staðfest á 66. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1109042 Stækkun húsnæðis Grunnskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 65 Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><P>Egill Rögnvaldsson og Guðmundur Gauti Sveinsson lögðu fram eftirfarandi bókun.<BR>"Við undirritaðir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar getum ekki samþykkt tillöguna í heild sinni um uppbyggingu á húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar, en samþykkjum áfanga nr. 1 í Ólafsfirði, enda liggur mjög á því að stækka þá aðstöðu og óskum við eftir því að tillagan sé borin upp í tvennu lagi og greitt sé atkvæði um 1. áfanga og 2. áfanga sér.<BR>Að ráðast í svo stóra framkvæmd á svo stuttum tíma mun hamla því að önnur verkefni komist að, sem eru mörg mjög brýn og teljum við því betra að klára annað verkefnið fyrst og skoða verkefnið Siglufjarðamegin betur og stefna að því að ráðast í það verkefni á næsta kjörtímabili, það liggur ekki svona mikið á."<BR><BR>Eftirfarandi breytingatillaga var lögð fram af Sólrúnu Júlíusdóttur. <BR>"Ég legg til að öðrum áfanga í stækkun skólahúsnæðis verði frestað, þ.e. viðbyggingu Siglufjarðarmegin<BR>Greinargerð:<BR>Að undanförnu hef ég óskað eftir sundurliðun á sparnaði sem hlýst af þessum framkvæmdum. Ég hef ekki fengið nægjanlegar upplýsingar til að geta mótað afstöðu mína í þessu máli. Með þessu er ég ekki að leggjast gegn þessum framkvæmdum, en óska eftir því að tímasettum ákvörðunum verði frestað þar til fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir. Þannig að því sé til haga haldið, þá styð ég uppbyggingu í skólamálum, nemendum, kennurum og starfsfólki skólans til heilla. Nú er verið að leggja til fjárfestingu uppá 415 m.kr., án þess að ég hafi fengið fullnægjandi svör við mínum spurningum. Sennilega mun aldrei, hvorki fyrr né síðar, verða tekin ákvörðun um jafn stóra fjárfestingu. Slíka ákvörðun á ekki að taka undir tímapressu, sérstaklega þegar um ræðir fjárfestingu sem á að hefjast að ári liðnu. <BR>Við höfum ekkert val á Ólafsfirði, þar er brýn nauðsyn að byggja enda styð ég þá framkvæmd. Hins vegar höfum við val á Siglufirði, ég vil horfa fordómalaust á þá kosti sem við stöndum frammi fyrir, út frá því hvað hagkvæmast er fyrir bæjarfélagið. Því óska ég eftir því að ákvörðun um fyrirkomulag og tímasetningu á skólahúsnæði á Siglufirði verði frestað". <BR><BR>Breytingartillaga við tillögu bæjarráðs var borin upp til atkvæða og felld með 6 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Sólrúnar Júlíusdóttur, Egils Rögnvaldssonar og Guðmundar Gauta Sveinssonar.<BR><BR>Bjarkey Gunnarsdóttir, Helga Helgadóttir, Ingvar Erlingsson, Magnús A. Sveinsson, Ólafur H. Marteinsson og<BR>Þorbjörn Sigurðsson lögðu fram eftirfarandi bókun: <BR><BR>"Vegna yfirlýsingar Sólrúnar Júlísdóttur í dag um að hún styðji ekki uppbyggingu Grunnskóla Fjallabyggðar leggjum við bæjarfulltrúar í Fjallabyggð fram eftirfarandi bókun. <BR>Á síðasta kjörtímabili hóf bæjarstjórn Fjallabyggðar vinnu við að móta framtíðarskipan skólamála í sveitarfélaginu eftir opnun Héðinsfjarðarganga. Um fá mál hefur verið fjallað jafn ítarlega hjá bænum síðustu árin og að þeirri vinnu hafa komið fulltrúar bæjarstjórnar, hagsmunaaðilar og utanaðkomandi ráðgjafar. <BR>Frá upphafi hefur legið fyrir að nauðsynlegt yrði að fara í nýframkvæmdir og/eða verulegar endurbætur á skólahúsnæði, jafnt í Ólafsfirði sem á Siglufirði. Mikil sátt hefur verið um alla þessa vinnu í bæjarstjórn þar til fyrir örfáum vikum. Markmið bæjarstjórnenda er að reka áfram fyrsta flokks grunnskóla í Fjallabyggð með jöfnu skólahaldi í báðum byggðarkjörnum þannig að ferðatíðni nemenda úr báðum byggðarkjörnum verði sem jöfnust. <BR>Fyrirhugaðar framkvæmdir. <BR>Kostnaður við nýbyggingu og búnaðarkaup á Ólafsfirði er um 200 milljónir kr. og skólahúsnæðið á að vera tilbúið til afnota 1. september 2012. Kostnaður við nýbyggingu og búnað á Siglufirði er einnig áætlaður um 200 milljónir kr. og stefnt er að útboði á þeim áfanga árið 2012 og að skólahúsnæðið verði tilbúið til notkunar fyrir skólaárið 2013/2014. Verði ekki farið í nýbyggingu á Siglufirði þarf að fara í verulegar endurbætur á húsnæði grunnskólans við Hlíðarveg sem kostar álíka mikið og fyrirhuguð viðbygging. Eftir stæði að grunnskólinn yrði rekinn í tveimur húsum á Siglufirði með tilheyrandi kostnaði og óhagræði í skólastarfi. Óbreytt ástand í húsnæðismálum á Siglufirði er ekki valkostur. Það hefur legið fyrir allan tímann. <BR><BR>Framkvæmdir við Menntaskólann á Tröllaskaga kosta 15 milljónir kr. <BR><BR>Sparnaður og fjármögnun.<BR>Handbært fé Fjallabyggðar um síðustu áramót var 270 milljónir kr. Áætlaður byggingarkostnaður við umræddar framkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar er um 415 milljónir kr. og eru þá breytingar á núverandi húsnæði Menntaskólans inn í þeirri tölu. Reiknað er með því að sá kostnaður skili sér með rekstrarsparnaði á 10 árum. Áætlaður sparnaður í rekstri við að fækka skólahúsnæði um eina byggingu er talinn vera um 12 m.kr. á ári eða um 120 m.kr. á 10 árum. Áætlaður sparnaður í launum kennara og skólastjórnunar er talinn vera um 25 m.kr. á ári eða um 250 m.kr. á 10 árum. Sparnaður við húsvörslu og ræstingu er um 5 m.kr. á ári eða um 50 milljónir kr. á 10 árum. Heildarsparnaður er því um eða yfir 420 m.kr. á 10 árum. Þá er gert ráð fyrir ítrustu mönnun grunnskólans. Undirritaðir leggja áherslu á að fullur stuðningur er við störf núverandi bæjarstjóra og hefur hann áfram óskorað umboð meirihluta bæjarfulltrúa Fjallabyggðar til sinna starfa. <BR><BR>Tillaga bæjarráðs að 1. áfanga stækkunar húsnæðis Grunnskóla Fjallabyggðar var samþykktur með 9 atkvæðum.<BR>Bjarkey Gunnarsdóttir tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.<BR><BR>Tillaga bæjarráðs að 2. áfanga stækkunar húsnæðis Grunnskóla Fjallabyggðar var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Sólrúnar Júlíusdóttur, Egils Rögnvaldssonar og Guðmundar Gauta Sveinssonar.</P></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>