Ábending um bæjarlistamann Fjallabyggðar

Tilnefning

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum og eða rökstuddum ábendingum/tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2020. 

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar veitir listamanni í Fjallabyggð nafnbótina ,,Bæjarlistamaður Fjallabyggðar“, ásamt styrk til eins árs. Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin bæjarlistamaður getur hlotnast einstaka listamanni eða hópi. 

Umsóknir eða ábendingar skulu berast til bæjarfélagsins fyrir 25. nóvmeber nk. með bréfi eða í tölvupósti til markaðs- og menningarfulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur á netfangið; lindalea@fjallabyggd.is.

Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns má finna á heimasíðu Fjallabyggðar.

Útnefning er að vanda tilkynnt í tengslum við úthlutun menningarstyrkja í janúar 2020.