17.03.2016
Í ört vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi þarf að sýna ábyrgð og huga að því hvernig hægt sé að lágmarka umhverfisspor greinarinnar. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn stofnuðu á 20 ára afmæli sínu Umhverfisjóð til að fjármagna verndun íslenskrar náttúru. Þannig vill fyrirtækið stuðla að því að komandi kynslóðir, geti notið gæða hennar um ókomin ár.
Lesa meira
16.03.2016
Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 15. mars var til umræðu stjórnarsamþykkt Landsambands smábátaeigenda frá 7. mars 2016. Þar er skorað á stjórnvöld að auka þorskkvóta á næsta fiskveiðiári um 30 þ. tonn og af því færu 2 þ. tonn til strandveiða.
Lesa meira
16.03.2016
Í byrjun febrúar auglýsti Fjallabyggð eftir áhugasömum og framsæknum einstaklingi til að sinna starfi tæknifulltrúa á tímabilinu 15. mars 2016 – 31. janúar 2017.
Lesa meira
16.03.2016
Þann 4. mars sl. var undirritað samkomulag milli Fjallabyggðar og Akureyrarbæjar um málefni MTR. Ágreiningur hefur verið á milli aðila um húsaleigugreiðslur vegna MTR allar götur frá árinu 2010. Samkomulagið er í tveimur liðum;
Lesa meira
16.03.2016
PÁSKABINGÓ verður haldið á Allanum sunnudaginn 20. mars kl. 15:00
Lesa meira
11.03.2016
Vegna vatnsskipta og þrifa á sundlauginni í Ólafsfirði verður ekki hægt að synda í henni eftir kl.17:00 sunnudaginn 13. mars. Opið verður í potta til kl. 18:00. Ekki verður hægt að synda í lauginni mánudaginn 14. mars en opið verður í líkamsrækt og potta.
Lesa meira
10.03.2016
Í gær, miðvikudaginn, 9. mars, voru Menningarverðlaun DV fyrir árið 2015 afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó.
Þetta er í 37. skipti sem menningarverðlaun blaðsins eru afhent. Í ár voru verðlaunin veitt í níu flokkum auk þess sem forseti Íslands veitti sérstök heiðursverðlaun og sigurvegari úr netkosningu var verðlaunaður með lesendaverðlaunum DV.is
Lesa meira
07.03.2016
128. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu, Gránugötu 24 Siglufirði, 9. mars 2016 og hefst kl. 17:00
Lesa meira
04.03.2016
Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir leikverkið Síldin kemur og síldin fer eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur í leikstjórn Guðmundar Ólafssonar föstudaginn 11. mars kl. 20:00. Sýnt er í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði.
Lesa meira
04.03.2016
Uppskerutónleikar Tónskóla Fjallabyggðar voru haldnir í Tjarnarborg fimmtudaginn 3. mars kl. 17:00. Níu tónlistaratriði með um 30 nemendum voru á dagskrá og kepptust þau um að komast áfram á svæðistónleika Nótunnar í Hofi Akureyri þann 11. mars nk.
Lesa meira